PISA könnun
PISA könnun er lögð fyrir 10. bekkinga þriðja hvert ár. Og í dag var hún lögð fyrir nemendur í 10. bekk í Grunnskólanum á Suðureyri.
Starfsmaður frá Menntamálastofnun kom og sá um fyrirlögnina. Könnunin gekk vel, prófin eru geymd á minnislyklum og voru laus við alla hnökra.
Nemendur byrjuðu daginn á morgunverði og næðisstund í umsjón Bryndísar og tóku að því loknu könnunina.
Könnunin er í þrem hlutum. Tveir klukkutíma hlutar sem kanna lesskilning, stærðfræði og náttúrufræði með hlé á milli og svo einum spurningarhluta í lokinn þar sem m.a. var spurt út í fjölskylduhagi og áhugamál nemenda. Allt gekk vel og nemendur voru sér og okkur öllum til sóma.