Pistill vikunnar 21.-25.október
Ekki gekk nú allt samkvæmt áætlun hjá okkur þessa vikuna þar sem við þurftum að fresta foreldrafundinum sem vera átti á þriðjudaginn þar sem fyrirlesararnir komust ekki til okkar. Við finnum annan dag með þeim og auglýsum hann um leið og það er klárt.
Með þessari frétt fylgir meðal annars mynd úr söngstund sem er alltaf hjá okkur kl.11:10 á miðvikudögum. Markmið með henni eru margvísleg, meðal annars að kenna nemendum algeng lög sem sungin eru á mannamótum svo þeir verði færir um að taka þátt í söng af öryggi, líka að æfa framburð og leikni í að segja íslensk orð og svo síðast en ekki síst að æfa nemendur í að læra texta. Í þessari viku spilaði einn nemandi á gítar með Söru í undirspilinu og var það sérstaklega skemmtilegt. Ég minni á að gestir eru velkomnir á söngstundina okkar svo ef þið eigið heimangengt á miðvikudegi milli 11 og 12 væri gaman að sjá ykkur.
Við erum búin að vera með ,,gestakennara“ þessa viku, það er hún Margrét Halldórsdóttir sem er í námi við Háskóla Íslands og hefur fengið að gera eitt æfingaverkefni hér við skólann, í dag voru hún og nemendur á yngsta stigi að fjalla um hvunndagshetjur.
Í dag var svo rýmingaræfing æfing hjá okkur þar sem við æfðum viðbrögð sem nota skal ef upp kemur eldur í skólanum. Slökkviliðið var með okkur á æfingunni og gaf okkur góða einkunn.