VALMYND ×

Ruslatínsla

1 af 2

Nemendur á unglingastigi fóru í göngutúr um bæinn sinn í dag, mánudaginn 14.maí, og tíndu allt það rusl sem varð á vegi þeirra. Ýmislegt fannst á götum, grasflötum og stígum bæjarins, til að mynda stærðarinnar álstykki, 150 sígarettustubbar (sirka) og plast af ýmsu tagi. 

Þrátt fyrir sérlega gott veður og skemmtilegan göngutúr, þá hvetur unglingastigið bæjarbúa eindregið til að huga betur að því hvar þeir henda rusli.