VALMYND ×

Samkeppni um merki fyrir skólann

Samkeppni um merki Grunnskólans á Suðureyri er nú hafin. Skilafrestur fyrir hugmyndir er til 6. maí á netfang skólans: grsud@isafjordur.is eða til skólastjóra. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að taka þátt. Nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar grunnskólans eru sérstaklega hvattir til að taka þátt.

 

Dómnefnd mun síðan fara yfir tillögurnar og velja úr 3 bestu sem fá að launum harðfisk. Það fer svo fram kosning á heimasíðu skólans. Við val á tillögum verður stuðst við hversu vel tillagan tekur til eftirfarandi þátta:

 

Einkunnarorð skólans: Ástundun, Árangur, Ánægja

Suðureyri, Súgandafjörður, skólinn og umhverfi hans.

 

Sigurvegarinn hlýtur að launum veglega vinninga: Árskort í sundlaugar Ísafjarðarbæjar, hlaðborðsveislu fyrir tvo á Fisherman, skoðunarferð fyrir tvo í Vigur frá Vesturferðum, harðfisk frá Valla, innkeyrslumokstur á Suðureyri frá Gröfuþjónustu Bjarna og hamborgaratilboð í Verslunin Súgandi.