Samskólaball á Suðureyri
430 Fest, sem verður framvegis árlegt samskólaball Grunnskólans á Suðureyri var haldið í gær. Tæplega 100 manns mættu og skemmtu sér konunglega. Hljómsveitin Kim Jong Illaðir hélt uppi stuði allt kvöldið. Rappsveitin 400 kom einnig við og tók lag. Nemendur í eldri hóp eiga mikið hrós skilið fyrir góðan undirbúning og mikla vinnu við að koma þessu á laggirnar. Við lærðum margt og nú þegar eru komnar upp fjölmargar hugmyndir fyrir næsta ár. Við þökkum fyrirtækjum og einstaklingum kærlega fyrir góðan stuðning og nágrönnum okkar fyrir komuna og vonum að þeir hafi skemmt sér jafn vel og við. Myndir frá 430 Fest má skoða hér.