Samtökin 78 í heimsókn
Fulltrúar frá Samtökunum 78, Guðmunda og Sólveig komu í morgun til okkar og héldu skemmtilega fræðslu fyrir nemendur í 7. - 10. bekk. Farið var yfir mismunandi kynhneigðir, kynvitund og kyneinkenni. Rætt var um staðalímyndir og jafnrétti. Nemendur fylgdust vel með og sýndu kynningunni áhuga. Við þökkum Samtökunum 78 kærlega fyrir þessa áhugaverðu og skemmtilegu heimsókn.