Skólasýning Grunnskólans á Suðureyri og ferðaþjónustuverkefni miðstigsins
Síðustu daga hefur verið mikið að gera hjá okkur enda uppskerutíð þessa dagana. Síðastliðinn fimmtudag buðu nemendur miðstigsins til ferðakynningar sem þeir hafa verið að undirbúa í vetur. Það verkefni hefur verið unnið í samfélagsfræði en tengist líka íslensku, lífsleikni og upplýsingatækni og er því sannkallað samþættingarverkefni. Vonandi munið þið sjá fleiri verkefni af slíkum toga næsta vetur.
Svo var hin árlega skólasýning á sunnudaginn. Þar voru sýnishorn af verkefnum sem nemendur hafa verið að vinna í vetur. Rétt er þío að geta þess að aðeins var um að ræða lítið sýnishorn og auðvitað er alls ekki hægt að sýna allt sem nemendur læra. Flest það mikilvægasta er falið í auknum þroska og því að rækta með sér gagnleg viðhorf gagnvart sjálfum sér og samfélaginu sem er ósýnilegt með öllu.
Foreldrar styrktu nemendur með kaffihlaðborði.
Hér fylgja með myndir af báðum þessum viðburðum.
Takk fyrir komuna