VALMYND ×

Skólinn fer að byrja :)

Ágætu foreldrar og nemendur

Við erum nú á fullu við að undirbúa skólastarf komandi haustannar og hlökkum til að sjá ykkur. Skólabyrjun verður með hefðbundnum hætti og þið munuð fá boð í markmiðsviðtal í næstu viku, viðtölin fara svo fram mánudaginn 24.ágúst sem er fyrsti skóladagur nemenda.  Við viljum vekja athygli ykkar á því að stundatafla nemenda verður með breyttum hætti þetta skólaárið, allir byrja klukkan 8:00 eins og verið hefur en bæði frímínútur, matarhlé og skólalok breytast hjá öllum hópum. Yngsta stig verður í skólanum alla daga til 13:30, miðstig til 14:10 alla daga og kennslu lýkur hjá unglingastigi ýmist 14:10 eða 14:50.  Nestistímanum að morgni seinkar um 20 mínútur svo nú er enn mikilvægara en áður að nemendur verði búnir að borða morgunmat þegar þeir koma í skólann. Hádegismatur færist hins vegar fram um 20 mínútur svo nú verður engin þörf fyrir aukanesti.  Við stefnum á að nota mentor með markvissari hætti, allavega hjá mið-og unglingastigi, þannig að auðveldara verði fyrir ykkur að fylgjast með námi barnanna ykkar og biðjum við ykkur að vera undirbúin undir það með því að vera örugglega með virkt lykilorð, ef þið lendið í vanda með það komið þá endilega í skólann og fáið aðstoð. Við erum við í skólanum alla næstu viku. Svo er rétt að vekja athygli á því að skóladagatalið er komið á heimasíðuna og þar sjáið þið hvenær er vetrarfrí og þau sérstöku verkefni sem búið er að tímasetja.

Við hlökkum til að byrja að vinna með ykkur og vitum að gott samstarf gerir alla hluti betri.

Kveðja

Jóna