VALMYND ×

Spilapakkar og kennslumyndbönd

Heimsókn á leikskólann
Heimsókn á leikskólann
1 af 2

Við í skólanum vorum með þemadaga í síðustu viku og ætluðum að ljúka þeim með sýningu á verkefnum nemenda.  Þá stóð einnig til að bjóða nemendum á töfrasýningu með Einari Mikael þar sem þeir áttu að fá kennslu í að gera spilagaldra og fleira.  Vegna sóttvarnaráðstafana gátum við ekki lokið þessu eins og við vildum en okkur langaði samt að koma spilum sem áttu að fylgja sýningunni til nemenda.  Við ákváðum að gera tilraun með að fara út með jólasleðann og keyra spilapökkunum heim til sem flestra nemenda, en það reyndist svo ógerlegt vegna margskonar hindrana svo farið var með sleðann í heimsókn á leikskólann og svo tók hann nokkra hringi á fótboltavellinum.  Því miður misstu sumir af þessum óvænta viðburði en þeir sem voru með voru mjög glaðir.  Allir foreldrar og þeir nemendur sem eru með skráð netföng í mentor hjá okkur hafa fengið sendan hlekk með kennslumyndbandi um spilagaldra, spilastokkar bíða nemenda hér í skólanum og þeirra má vitja þegar augljóst er að einhver er við.

Gleðilega páska