VALMYND ×

Sumarfrí hjá nemendum

Hér má sjá okkar glæsilegu útskriftarnemendur með umsjónarkennaranum sínum.
Hér má sjá okkar glæsilegu útskriftarnemendur með umsjónarkennaranum sínum.

Síðasti skóladagur nemenda var í gær. Þá fengu nemendur í 1.-9. bekk vitnisburði sína hjá umsjónarkennurum. Þeir voru einnig minntir á mikilvægi þess að vera duglegir að lesa og hreyfa sig í sumar. Þið foreldrar verðið að hjálpa þeim við að viðhalda þeim árangri og framförum sem þeir hafa náð í vetur með því að vera duglegir að minna á lesturinn.  Það er líka mikilvægt að muna að vera í samskiptum við aðra því annars er hætta á að maður einangrist og tíminn verði lengi að líða. 

Nemendur 10.bekkjar komu svo með foreldrum sínum síðdegis, tóku við sínum vitnisburði og kvöddu starfsfólk skólans. Það er mikil eftirsjá fyrir okkur að svona heilsteyptum og duglegum ungmennum úr skólanum en þetta er lífsins gangur og við óskum þeim alls hins besta á komandi tímum.

Þessi vetur hefur um svo margt verið óvenjulegur í skólastarfinu, það gildir bæði um skólabyrjunina. Þá fóru fyrstu tvær vikurnar hjá starfsfólkinu að mestu í að færa til dót og þrífa eftir framkvæmdir sumarsins sem voru bæði óvæntar og mjög umfangsmiklar.

Svo dundi á okkur hvert óveðrið á fætur öðru og oft varð lítið úr skólastarfi vegna þess. Þegar fór að vora tóku við sóttvarnir vegna Covid-19 og í apríl var svo skólinn lokaður í 8 daga vegna þess.

Nemendur og starfmenn sýndu ótrúlega aðlögunarhæfni í þessum skrýtnu kringumstæðum og er það aðdáunarvert.

Við eigum enn uppi í erminni myndbönd sem aðeins er verið að vinna í sem munu birtast hér síðunni um leið og þau eru tilbúin og mun koma tilkynning um það á facebook síðu skólans og svo minni ég að enn er talsvert af óskilamunum í skólanum.

Njjótið sumarsins.

Kveðja frá starfsfólkinu í skólanum