Sundið hefst á morgun
Sundkennsla hefst á morgun og stendur næstu fjórar vikurnar. Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að hver bekkjardeild fær einn tíma á dag á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Í þessari viku verða sundtímarnir á bilinu 8.00-10:20, í vikunni 16.-20 sept verða þeir á bilinu 10:20 - 12:00, 23.-27 sept aftur frá 8:00-10.20 og í vikunni 30.sept- 4.okt aftur frá 10:20 - 12:00. Nemendur missa því ekki alltaf sömu kennslustundir til að fara í sund og það getur verið að suma daga verði bæði sund og leikfimi. Kennari verður Guðríður Sigurðardóttir.