VALMYND ×

Sveitaferð miðstigs

Miðstigið skellti sér í sveitaferð í Dýrafjörðinn, nánar tiltekið í Hjarðardal þar sem sonur umsjónarkennarans er bóndi. Nemendur fengu fræðslu um verkefni sauðfjárbóndans í sveitinni. Sauðburður er hafinn í Hjarðadal og nemendur fengu að kynnast lömbunum sem komin eru. 

Umsjónarkennari grillaði hamborgara í hádegismat og krakkarnir skoðuðu nánasta umhverfi sveitarinna. Þessi ferð heppnaðist afskaplega vel og haft var á orði að í sveitinni væru allir vinir.