VALMYND ×

Það er leikur að forrita

1 af 3

Í dag kom Rakel Sölvadóttir frá Skema til okkar og hélt námskeið í ipad forritun fyrir 5. - 10. bekk. Rakel hrósaði nemendum mikið fyrir hegðun og áhuga. Við vitum auðvitað að við erum frábær en það er alltaf gaman að fá hrós.

Farið var í tvö öpp og flestir kláruðu allar þrautir í fyrra appinu og margir komust langt í því seinna. Stefnan er að nemendur í 4. - 10. bekk prufi aðeins að forrita í upplýsingartækni tímum fram að vori, en markmið skólans og Ísafjarðarbæjar er að forritunarkennsla verði á næstu árum markviss frá 4. - 10. bekkjar. Áhugasamir geta sótt appið, sem er forritunarleikur og nemendur fóru létt með hér -> Box Island (til bæði fyrir apple og android).