VALMYND ×

Þjóðmenningarhátíð 2019

1 af 2

Í okkar samfélagi er afskaplega fjölbreytt og falleg menning og var henni fagnað laugardaginn 16 mars þegar um 140 manns fylltu félagsheimilið. Hátíðin sýndi ólíka menningarheima með munum, atriðum og mat frá sex mismunandi þjóðum, Filippseyjum, Íslandi, Póllandi, Nígeríu og Tælandi. Við innganginn voru borð sem sýndu muni frá löndunum, þar var til dæmis að finna peninga, fatnað, gamla og nýja muni frá löndunum. Börnin í grunn- og leikskólunum sáu um að skemmta gestum með söng, leik og upplestri á ýmsum tungumálum. Foreldrar áttu svo heiðurinn af matnum sem var á hlaðborðinu sem svignaði undan glæsilegum og þjóðlegum réttum.

Hátíðin var einkar vel heppnuð og það voru saddir og sælir gestir sem yfirgáfu félagsheimilið eftir frábæran dag. Þessi stórglæsilega hátíð, vinnan sem stjórnir foreldrafélagana og foreldrar lögðu á sig er samfélagi okkar til mikils sóma.

Sjá fleyri myndir hér