Um takmarkanir á skólastarfi vegna sóttvarna
Á morgun taka gildi nýjar reglur um sóttvarnir sem hafa nokkur áhrif á skólastarfið þó að við reynum að láta þetta trufla okkur sem minnst. Við eigum að skilgreina sóttvarnarhólf og okkar eini möguleiki á því að skilgreina umferð nemenda um hvora hæð fyrir sig. Sameiginleg rými svo sem salerni, anddyri og gangar eru undanþegin þessu. Í hádegishléi munum við leysa málið þannig að kl.12:10 fara nemendur yngsta stigs í mat og svo í frímínútur klukkan 12:30 og mið- og elsta stig fara fyrst í frímó og svo í matinn.
Almennar breytingar eru þær að nú eiga allir í 5.bekk og eldri að vera með grímur inni í skólanum, við mælumst til þess að þeir nemendur sem eiga fjölnota grímur komi með þær í skólann en við munum verða með einnota grímur sem nemendur fá. Það er líka mikilvægt að nemendur læri að umgangast grímurnar og við munum taka það fyrir í fyrramálið. Þá munum við líka ítreka mikilvægi handþvottar.
Í 1.-4.bekk verða minnstu breytingarnar. Þó munu íþróttatímar ekki verða í íþróttahúsinu, íþróttakennari mun skipuleggja aðra kennslu með hópnum, gera má ráð fyrir útivist ef veður leyfir. Sóttvarnahólf 1.-4.bekkjar miðast við neðri hæð skólans.
Í 5.-7.bekk miðast sóttvarnahólf við efri hæð, nemendur mega þó fara á salerni og í matsal og þar sem það er leyfilegt teljum við einnig hægt að vera með kennslu í heimilisfræðistofu. Við munum gera undanþágu fyrir 5.bekk til að fara í smíði, kennari mun taka til áhöld og spritta þau bæði við upphaf og lok kennslustundar. Þar sem ekki er heimilt að vera með íþróttir mun dönskukennsla verða efld meðan á þessu stendur. Í dansi mun verða farið í klappleiki og annað rólegt sem ekki krefst mikillar snertingar eða hreyfingar.
Í 8.-10.bekk gilda sömu ráðstafanir og hjá miðstigi varðandi íþróttir og dans. Valgreinar í Grunnskólanum á Ísafirði falla niður en að öðru leyti verður stundataflan óbreytt.
Við erum enn beðin um að takmarka umgengni foreldra og annarra gesta um skólann eins og hægt er.
Það verður áskorun að kenna nemendum miðstigs að virða 2.metra fjarlægðarmörkin og við vitum að þið munið hjálpa okkur við það með því að ítreka þau líka við krakkana.
Kveðja
Starfsfólkið í skólanum