Umferðardagur
Við héldum áfram í vorþema í dag, en við erum að leggja áherslu á útiveru þessa síðustu heilu viku skólans. Nemendur voru í aldursblönduðum hópum í gönguferðum, náttúruskoðun, leikjum og spilum. Frá 07:40 til 14:00 fóru allir nemendur á umferðamælingarstöð þar sem þeir mældu hraða á bílum sem óku framhjá skólanum. Sérútbúin veggspjöld þar sem ökumönnum var hrósað fyrir réttan hraða eða bent á að þeir aki of hratt var svo veifað eftir því hver hraði bílana var.
Hápunktur dagsins var heimsókn tveggja lögregluþjóna, sem ræddu um umferðaröryggi, skoðuðu aksturshraðaskrá nemenda og sýndu nemendum nýja lögreglubílinn og þau verkfæri sem lögreglan notast við.
Það voru 166 ökumenn sem áttu leið framhjá nemendum í dag. Af þeim óku 79 undir hámarkshraða 30 km/klst. 49 ökumenn voru á eða við hámarkshraða en 38 ökumenn óku of hratt. Af þessum 38 voru 21 sem óku á yfir 40 km/klst. hraða og 4 á yfir 50 km/klst. hraða. Sá sem ók hraðast var á 58 km/klst. hraða.
Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Suðureyri þakkar lögreglunni kærlega fyrir komuna, auk þess þökkum við flestum ökumönnum fyrir tillitssemina og bendum þeim sem aka allt of hratt á að hámarkshraðinn í þorpinu er 30 km/klst. m.a. vegna þess að hér eru börn á leik. Flýtum okkur hægt og virðum hámarkshraðan!
Hér er hægt að skoða myndir frá deginum.