Upplestrarkeppnin
Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar var haldinn í dag í Grunnskólanum á Þingeyri. Nemendur í 7.bekk frá Suðureyri, Flateyri og Þingeyri öttu kappi með upplestri úr sögu og ljóðum. Tveir lesarar og einn varamaður voru valin af dómnefnd til að taka þátt í Stóru Upplestrarkeppninni sem verður haldin í Bolungarvík 16. mars nk. Tveir nemendur frá Grunnskólanum á Suðureyri komust áfram. Jósef Ægir var valinn sem lesari og Dawid Robert sem varamaður.