Upptökur frá foreldradegi heimilis og skóla
Síðastliðinn miðvikudag var foreldradagur heimilis og skóla haldinn. Þá var haldið málþing um kvíða meðal barna og ungmenna. Þessir fyrirlestrar voru teknir upp og eru komnir á netið.
Fyrirlestrarnir eru þrír:
Kvíði barna og ungmenna: Tengsl við svefn og samfélagsmiðla
Sálfræðiþjónusta í grunn- og framhaldsskólum
Það er engin heilsa án geðheilsu: Geðrækt í skólum
Við hvetjum þá sem hafa áhuga til að kíkja á þetta. Hver fyrirlestur er ekki nema 17 - 20 mínútur og því tilvalið að hreiðra um sig í óveðrinu og horfa á.