VALMYND ×

Vikan 10. - 14.mars

Það er búið að vera mikið fjör hjá okkur þessa vikuna. Unglingastig ásamt nemendum frá Flateyri og Þingeyri  unnu stuttmynd undir stjórn Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra. Þau sömdu handritið, tóku upp og klipptu myndirnar. Þetta verkefni er samstarfsverkefni RIFF og barnamenningarhátíðinnar Púkans en hátíðin hefst í lok mánaðarins. Afraksturinn, fimm stuttmyndir verða sýndar á þá. 

Á fimmtudaginn fóru nemendur í 9. og 10. bekk til Reykjavíkur á "Mín framtíð" sem haldin er í laugardalshöllinni. Þar gefst nemendum tækifæri til að skoða allt það sem er í boði til að læra eftir grunnskólann. Þau fóru einnig í keilu og heimsóttu Alþingi en hún Arna Lára Jónsdóttir tók á móti hópnum.