VALMYND ×

Vikan 21.-25.september

Google translate beint af heimasíðu
Google translate beint af heimasíðu
1 af 4

Það er alltaf líf og fjör hjá okkur í skólanum og í þessari viku fengum tvær heimsóknir sama daginn. Annars vegar veltibílinn og hins vegar heimsókn frá Árnastofnun. Komu veltibílsins getum við þakkað Bindindisfélagi ökumanna sem fann gleymdan sjóð í Landsbankanum á Ísafirði og ákvað að nota hann til að koma með bílinn í grunnskóla á Vestfjörðum og leyfa nemendum að prófa hvernig það er að vera í bíl sem veltur og minna okkur um leið á að beltin geta bjargað mannslífi.

Gestirnir frá Árnastofnun komu til að fjalla um handritaarf okkar Íslendinga með nemendum miðstigs, en miðstigið er einmitt að vinna með Íslandssögun núna.

Fyrsta lesfimiprófi Menntamálastofnunar er nú lokið og allir nemendur hafa fengið orðafjölda sinn skráðan í Mentor.  Margir nemendur hafa lækkað frá því vor, þetta gerist oft yfir sumarið og er eingöngu vegna þess að nemendur lesa ekki með reglulegum hætti þegar ekki er skóli. Þetta sýnir okkur enn og aftur hversu mikilvægt það er að foreldrar séu meðvitaðir um mikilvægi lestrarþjálfunar og passi að árangur sem náðst hefur tapist ekki vegna æfingaleysis, við minnum ykkur á þetta aftur fyrir jólafrí og sumarfrí.

Enn eru tvær vikur eftir af sundkennslu og mikilvægt er að passa að allir nemendur séu með sundföt meðferðis á mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

Og rúsínan í pylsuendanum þessa vikuna er hnappur sem var verið að bæta við á heimasíðuna okkar og gerir ykkur kleift að tengja hana beint við google translate, því það er mikilvægt að sem flestir foreldrar geti fylgst með, sjá mynd hér að neðan.

Bestu kveðjur frá okkur í skólanum

Jóna