Vikan 24. - 28.mars
Undirbúningur fyrir árshátíð er í fullum gangi. Verið er að gera leikmuni út um allan skóla.
Í dag var Bókmenntahátíð á Flateyri og kíktum við með yngsta - og miðstig ásamt nemendum í 8. bekk. Þar fengum við að heyra í tveim rithöfundum, þeim Elísabetu Thoroddsen og Bergrúni Írisi. Elísabet las upp úr bók sinni Rugluskógur en hún kemur út í maí. Við vorum fyrst til að heyra lesið upp úr þessari bók sem var mjög skemmtileg. Bergrún Íris sagði okkur frá sjálfri sér og hvað hún gerir. Las síðan upp úr bók sinni Kennarinn sem hvarf. Nemendur fengu að spyrja þær spurninga. Báðar voru þær með hugmyndir af nýjum bókum sem þær eru að fara að skrifa.
Bókmenntahátíðin stendur til 30.mars og er opin öllum.
Nemendur í 9. og 10. bekk fóru í heimsókn í dag í Menntaskólann á Ísafirði. Þar var verið að kynna fyrir þeim skólann og það sem hann hefur upp á að bjóða. Einnig voru nokkrir háskólar með kynningu.
Góða helgi.