VALMYND ×

Vikan 25. -29. október

1 af 4

Það er aldeilis búið að vera mikið að gera hjá nemendum þessa vikuna.

Á miðvikudaginn komu til okkar tvær listakonu, þær Alda og Kristín, með listasmiðjuna Veður, fegurð og fjölbreytileiki. Einnig komu til okkar nemendur og kennarar frá Súðavík til að taka þátt í smiðjunni með okkur. Yngri hópurinn bjó til veðurtákn og rýndi í veðurkort. Eldri hópurinn vann um líffjölbreytileikann á norðurslóðum með litríkum óskafánum. 

Þess má geta að á föstudaginn kemur verður afrakstur alla skólanna sem tóku þátt í þessari listasmiðju til sýnis í Edinborgarhúsinu  frá kl 15-18. Allir eru hvattir til að kíkja á þessa sýningu. 

 

Í áhugasviðsverkefninu hefur verið unnið með Jól í skókassa. Margir hafa lagt þessu verkefni lið með fjárframlögum, gjöfum, heimaprjóni og fleiru. Við kunnum þeim okkar bestu þakkir. Nemendur gáfu alls 31 kassa þetta árið. 

Framundan í næstu viku er heimsókn unglingadeildar til Ísafjarðar að hlusta á Geðlestina sem er með fræðsluefni um geðheilsu ungmenna. Á miðvikudeginum fáum við tvö skáld til okkar, þau Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og Sverri Norland. Þau ætla að tala um Hvaðan koma allar þessar sögur? En rithöfundasamband Íslands er að ferðast um Ísland að heimsækja grunnskóla.