VALMYND ×

Vikan 2. - 6.desember

Það er ýmislegt um að vera hjá okkur á aðventunni eins og alltaf. Á mánudag fengu nemendur á miðstigi að læra að gera sushi. Við fengum hana Kötlu Vigdísi til þess að kenna okkur það. Gekk það ljómandi vel hjá öllum og bragðaðist vel líka.

Föndurdagarnir okkar voru í gær fimmtudag og í dag föstudag. Við vorum með fjórar stöðvar þar sem nemendur fara á  og gera það sem er í boði á hverri stöð. 

Í dag var okkur einnig boðið í afmæli hjá Íslandssögu. Boðið var upp á kynnisferð um fyrirtækið og djús, kaffi og bakkelsi eftir það. Einnig fengum við að sjá þær breytingar sem stefnt er að og var spennandi að sjá. Skólinn fékk veglega gjöf frá Íslandssögu sem við þökkum kærlega fyrir. Að sjálfsögðu færðum við Íslandssögu afmæliskort þar sem allir í skólanum  tóku þátt í að gera. Í lok dags voru allir leystir út með gjöfum frá Íslandssögu en það var bæði fiskur og nammipoki. 

Við óskum Íslandssögu til hamingju með daginn og þökkum kærlega fyrir okkur.