Vikan 3 - 5. mars
Það er búið að mikið um að vera þessa vikuna. Nemendur fengu bollur í tilefni bolludags sem unglingar voru búnir að baka. Í dag var farið í Tarzanleik í íþróttasal, þar var mikið fjör. Allskonar fígúrur voru á sveimi í salnum m.a. kúreki, prinsessa, norn, Stich, Ironman, fiðrildi og margir fleiri. Nemendur og kennara fóru síðan í heimsókn í Klofning og Íslandssögu og sungu fyrir starfsfólk. Mikil gleði var í hópnum.
Á morgun er Stóra upplestrarkeppnin og það er hún Árdís Níní sem keppir fyrir hönd litlu skólanna ásamt Freyju Dís frá Þingeyri.