VALMYND ×

Vikan 4.-8.febrúar

Tíminn flýgur áfram þegar það er gaman og það má með sanni segja að gildi um okkur sem störfum í skólanum, vorið verður komið áður en við vitum af.  Nemendur eru oftast nær sjálfum sér og foreldrum sínum til sóma þó að auðvitað þurfi stundum að segja þeim til.  Við höfum verið að leggja aukna áherslu á að kenna nemendum að eiga í góðum samskiptum sín á milli og vera uppbyggilegir við samnemendur.  Þetta  er eilífðarverkefni því á þessu sviði getur maður alltaf bætt sig. 

Þriðjudaginn 12.febrúar ætlum við að halda nemendaþing með þjóðfundarsniði fyrir alla nemendur skólans.  Þar munu nemendur fjalla um hvað þeir sjá fyrir sér að hægt sé að gera til að skólastarfið verði eins árangursríkt og hægt er.  Vonandi getum við kynnt niðurstöður þess í næstu viku.  Þriðjudaginn 26 febrúar er svo komið að ykkur kæru foreldrar, að segja ykkar skoðun á því hvernig við getum, saman, skapað sem best námsskilyrði fyrir börnin hér á Suðureyri.  Þið fáið nánari upplýsingar um það í næstu viku en tímasetninging verður frá kl.17:00 - 20:00.

Foreldraviðtöl verða á mánudag og þriðjudag og miðar fóru heim með nemendum í dag.

Undanfarið hefur verið mikið fjallað um dreka á yngsta stigi og hér fylgir í lokin stutt myndaband af nemendum að syngja drekalagið sem tilheyrði þessari vinnu.

https://www.youtube.com/watch?v=03OY3Hj0DFI