Vikan 4.-8.maí
Veðrið hefur leikið við okkur þessa viku og við höfum nýtt það vel til útiveru. Allir hópar hafa verið í útivinnu í 40-60 mínútur á dag og þess gætt vandlega að þeir hittist ekki. En nú líður vonandi að lokum takmarkana á skólastarfi vegna sóttvarna og gerum við ráð fyrir hefðbundinni stundatöflu hjá öllum á mánudaginn. Íþróttir verða þó áfram úti og ekki er hægt að fara í sturtu.
Miðstigið hefur haldið sínu striki í föstudagsverkefni undanfarnar vikur og með þessari frétt fylgja nokkrar myndir af vinnulagi þeirra við það. Á fimmtudaginn horfðu yngstu nemendurnir okkar á beina útsendingu frá skólatónleikum Sinfónínuhljómsveitar Íslands og greinilega mátti sjá að þeir höfðu mjög gaman af.
Breytingar á skóladagatali
22.maí er skráður starfsdagur á skóladagatalinu okkar, en í ljósi þess hvernig aðstæður hafa þróast síðustu vikur höfum við ákveðið að breyta honum í nemendadag. Það verður því skóli hjá nemendum 22.maí.