Vikan 4. - 8. nóvember
Það er baráttudagur gegn einelti í dag og tilefni þess mættum við í rauðum fötum. Einnig var ákveðið að gera sáttmála sem fellst í því að við samþykkjum ekki einelti í skólanum okkar. Allir stympluðu hendina sína á efni og skrifuðu nafnið sitt undir. Verður hann síðan hengdur upp í skólanum. Einnig var umræðan tekin í hópunum um einelti.
Í næstu viku eru foreldraviðtöl og eru foreldrar hvattir til þess að mæta með börnum sínum og spjalla við umsjónakennara um nám þeirra.