Vorferðin
Í dag fóru nemendur í 1. - 4. bekk ásamt elstu nememendum leikskólans Tjarnarbæ í hina árlegu vorferð. Að þessu sinni var farið til Flateyrar að skoða dúkkusafnið, útsýnisskífuna við varnargarðinn og hoppað aðeins á ærslabelgnum. Síðan var farið að Þórustöðum, lömbin skoðuð og nemendum var boðið að fara á hestbak. Það voru þó ekki allir til í það. Þetta var skemmtilegur dagur og allir kátir í lok dags.