Vorhreinsun og gróðursetning
Í dag gróðursettu nemendur birkiplöntur í hlíðinni fyrir ofan lónið og hreinsuðu til í kring um skólann. Það dugði ekkert minna en vöðlur og stígvél til að ná í rusl út í tjörnina. Nemendur fundu kaðal sem hlýtur að vera tengdur tappanum í tjörninni, því sama hvað þau reyndu þá náðu þau kaðlinum ekki upp. Á næsta skólaári ætlum við að gera enn betur og fá lánuð hærri stígvél og redda okkur fleiri vöðlum, því við komumst ekki að öllu ruslinu í tjörninni.