Fréttir
Snjóhús á Suðureyri
Einn nemandi hér í grunnskólanum á Suðureyri skrifaði frétt inn á skolafrettir.is um snjóhús á skólalóðinni. https://skolafrettir.is/adsend-frett-snjohus-a-sudureyri/
Mjög gaman að lesa frétt frá Suðureyri inni á þessum skemmtilega vef sem er opinn öllum.
Bólusetning barna 5-12 ára
Nú er komið að seinni bólusetningunni hjá börnum 5-12 ára
Bólusett verður á Ísafirði 2. og 3. febrúar.
Þeir sem hafa ekki fengið bólusetningu er velkomnir þessa daga milli kl 13-14
Lestrarátak
Upplýsingar frá Hvest
Hér eru góðar upplýsingar um bólusetningu barna á heimsíðu Hvest
Bólusetning barna í 1.- 6. bekk
Sælir foreldrar
Á síðu Landlæknis eru leiðbeiningar um hvernig á að skrá barnið sitt í bólusetningu. Hér er hlekkur inn á þær upplýsingar https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item48458/Samthykkisferli-fyrir-bolusetningar-5-11-ara-barna-er-virkt-7-1-2022
Nemendur í grunnskólanum á Suðureyri verða bólusett fimmtudaginn 13. janúar á Heilsugæslunni á Ísafirði.
Börn fædd í janúar-júní í 1-6.bekk verða bólusett kl 14:50. Börn fædd í júlí -desember verða bólusett kl 15:00
Skólahald hefst
Sæl öll og gleðilegt nýtt ár
Skólahald hefst þriðjudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Því miður er framkvæmdum ekki lokið og verður því kennt á sama stað hjá yngsta stigi og unglingunum.
Föndurdagar
Jólahefðir í Safnahúsinu
Allur skólinn hélt til Ísafjarðar í morgun til að fara á sýningu um hinar ýmsu jólahefðir sem tíðkast í heiminum. Skrítnasta hefðin kom frá Katalóníu. En þar er svokallaður kúkadrumbur sem kúkar jólagjöfum ef hann er laminn með priki. Súr gúrka á jólatré fannst þeim fyndið skraut á jólatréð en slíkt tíðkaðist líklega í Þýskalandi/Bæjaralandi í gamla daga.
Framkvæmdir
Nú er miklar framkvæmdir hafnar inni í skólanum okkar líkt og rætt var um á foreldrafundinum. Hér eru margir iðnaðarmenn að störfum innanhúss og utandyra. Því miður þá verður gólfið okkar frekar skítugt vegna þessa og viljum við því benda foreldrum á að sniðugt væri ef nemendur kæmu með inniskó með sér í skólann.
Nemendur taka þessum breytingum vel og eru fljótir að tileinka sér ný svæði.