VALMYND ×

Fréttir

Útskrift

Útskrift nemenda verður föstudaginn 31.maí í Grunnskólanum. Útskrift hjá yngsta og miðstigi mun fara fram klukkan 11:00 en útskrift nemenda á unglingastigi verður klukkan 16:00.  

 

Fréttir vikunnar 13. - 17. maí

Það er búið að vera nóg að gera hjá öllum þessa viku enda líður að lok skólaársins. Í gær fimmtudag var Litla íþróttahátíðinn haldin á Flateyri. Yngsta- og miðstig fóru þangað og skemmtu sér konunglega. Nemendur í 9. og 10. bekk eru búin að vera í skólaferðalagi þessa vikuna. Þau hafa farið í flúðasiglingar og kíkt til Vestmannaeyja svo eitthvað sé nefnt. Þau eru væntanleg heim seinnipartinn í dag. 

Næsta vika verður nýtt í að klára það námsmat sem er eftir og einhverjir hópar fara í vorferðir. 

Sumardagurinn fyrsti og starfsdagur

Á morgun fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og því enginn skóli. Föstudaginn 26. apríl er starfsdagur hjá okkur og því ekki kennsla hjá nemendum. Þvi eru nemendur komnir í langt helgarfrí. 

Óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn. 

Fréttir vikunnar 15. - 19.apríl

Undirbúningur fyrir árshátíð er búin að vera í fullu gangi þessa vikuna. Nemendur lögðu sig vel fram í þessum undirbúningi. Það mátti síðan sjá afraksturinn á sýningunni í gær. Allir stóðu sig mjög vel og atriðin hjá öllum hópum mjög skemmtileg. Ballið var ekkert síðra, allir í góðu skapi og þau skemmtu sér vel.

Við erum mjög stollt af hópnum okkar eftir þessar sýningar og alla vinnunna sem þau hafa lagt í þetta. 

Næsta vika verður í styttra lagi þar sem sumardagurinn fyrsti er á fimmtudeginum. Á föstudegi er starfsdagur þannig að það er enginn skóli hjá nemendum. Því eru bara 3 kennsludagar í næst viku.  

Árshátíð

Fimmtudaginn 18. apríl verður Árshátíð Grunnskólans. Að venju verða 2 sýningar í boði, sú fyrri klukkan 17:30 og sú seinni kl:20:00. Eftir seinni sýningu verður diskótek fyrri nemendur.

Aðgangseyrir er 1500 kr. Frítt fyrir 15 ára og yngri.

Skólahald riðlast að sjálfsögðu af þessum sökum. 

Hér er skipulag fimmtudagsins.

  • kl:10:00 Generalprufa í félagsheimilinu. Nemendur mæta beint í félagsheimilið.
  • 12:20 Matur

Enginn kennsla eftir hádegið.

  • 17:00 Nemendur mæta fyrir fyrri sýningu.
  • 19:30 Nemendur mæta fyrir seinni sýningu. 

Að seinni sýningu lokinni er diskótek til kl:22:00 hjá yngri (1. - 4. bekk) og 22:30 hjá þeim eldri (5. - 10. bekk)  

Á föstudaginn hefst hefst skóli klukkan 10:20. 

Fréttir vikunnar 18. - 22.mars

1 af 2

Vetur konungur lét heldur betur vita af sér þessa vikuna þar sem appelsínugular viðvaranir voru ríkjandi hér hjá okkur.  Það hefur snjóað tölluvert hjá okkur og krakkarnir leika sér að fullu í snjónum á skólalóðinni. Að sjálfsögðu var skólinn opinn og margir létu sig hafa það að koma þó veðrið væri ekki sem best.
Á fimmtudaginn var páskabingó hjá okkur. Allir voru mjög spenntir fyrir því og lögðu sig fram við að fylgjast með tölunum á sínu spjaldi.  

Nú hefst páskaleyfi hjá okkur en skólinn hefst að nýju miðvikudaginn 3.mars klukkan 8:00 stundvíslega. 

Óskum nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegra páska.

Upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 7. mars var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Var hún haldin á Flateyri. Nemendur frá Þingeyri, Flateyi og Suðureyri tóku þátt. Það var Signý Þorlaug sem sigraði að þessu sinni og Emilía Emilsdóttir var í þriðja sæti. Nemendur stóðu sig allir mjög vel og erum við mjög stollt af þessum flotta hópi. 

Loka keppnin verður haldin 11. apríl  á Þingeyri.

Fréttir vikunnar 19. - 23.febrúar

Vikan hefur gengið nokkuð vel. Bekkjarkvöld var haldið í gær hjá miðstigi,  heyri ekki annað en það hafa gengið vel. 

Í næstu viku verða nemendastýrð foreldraviðtöl hjá mið- og elsta stigi. Nemendur fengu blað í dag sem þau nota til að undirbúa sig fyrir viðtalið. Á mánudag fá þau síðan miða heim með tímasetningu viðtalanna. Mikilvægt er að foreldrar mæti.

Vona að þið eigið notarlega helgi. 

kveðja Ása 

Desember

Desember mánuður hefur liðið hratt hjá okkur enda nóg um að vera. Dagana 4. - 5. desember voru föndurdagar hjá okkur. 

Þann 14. desember skelltum við okkur síðan á jólasýningu í Turnhúsinu á Ísafirði. Þar fengu nemendur fræðslu um jólahald á árum áður. Einnig var þeim skipt í hópa og áttu að leysa lítið verkefni. Gekk það mjög vel hjá þeim.  Að lokum gáfu nemendur sér tíma til að skoða sýninguna betur. 

Í dag voru síðan Litlu jólin hér hjá okkur. Að venju komu jólaveinar í heimsókn og dönsuðu með krökkunum í kringum jólatréð.

Skólastarf hefst á nýju ári fimmtudaginn 4.janúar samkvæmt stundarskrá.

 

Við óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar með kærri þökk fyrir árið sem er að líða.

  

Helstu fréttir vikunnar 27. nóvember - 1. desember

1 af 2

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur hér í skólanum. Nemendur á mið - og unglingastigi voru að klára sínar smiðjur um efni sem þau völdu sjálf. Kynning var á fimmtudaginn en örfáir eiga eftir að kynna. Margt mjög áhugavert hjá þeim.

Þeir sem eru í vali í heimilifræði á fimmtudögum buðu foreldrum á kaffihús í Grunnskólanum á Ísafirði og heppnaðist það mjög vel. 

Í dag 1. desmber var opið hús hér hjá okkur þar sem foreldrar voru velkomnir í heimsókn. Við þökkum þeim sem komust, það er alltaf gaman að fá ykkur í heimsókn.  

Í dag var einnig dagur íslenskrar tónlistar og að því tilefni sungu nemendur á yngsta stigi með þeim systkinum í Celebs. Allir voru mjög duglegir að syngja.

Á mánudag og þriðjudag í næstu viku verða föndurdagr hjá okkur.