VALMYND ×

Fréttir

Vikan 22. - 24. október

Á miðvikudaginn var bleikur dagur hjá okkur eins og mörgum öðrum. Unglingastig bakaði möffins með bleiku kremi fyrir allan skólann. Smiðjuskipti voru þessa viku hjá miðstigi en þau voru að byrja í smíðum og tæknilist. 

Í næstu viku eru smiðjuskipti hjá yngsta stigi. Þau byrja þá í Heimilisfræði og myndmennt. 

Halloween er í næstu viku og þá verður nóg um að vera. Einnig erum við að fá Skáld í skólum í heimsókn en að þessu sinni ætla þau að hitta yngsta stig. 

Megi helgin vera ykkkur góð.

Vetrarfrí

1 af 4

Föstudaginn 17.október hefst vetrarfrí hjá okkur og því ekki skóli hjá nemendum. Skólahald hefst að nýju miðvikudaginn 22. október samkvæmt stundarskrá. Þann dag er bleikur dagur hjá okkur og því hvetjum við alla til að mæta í bleiku.

Nemendaþing var haldið í síðustu viku en þar unnu nemendur með skólareglurnar. Góð vinna var meðal nemenda en í heildina voru þau sátt við þær reglur sem voru en vildu skýra sumar betur. 

 

Vikan 22. - 26.september

Það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur í þessari viku. Á þriðjudaginn fórum við til Flateyrar í fuglaskoðun en það er hluti af samvinnuverkefni okkar við skólana á Flateyri og Þingeyri. Gengið var um eyrina og fuglar á veggjum húsa skoðaðir. Einnig var hægt að skoða fugla í gegnum kíkir við höfnina. Hann Cristian Gallo frá Náttúrustofu Vestfjarða var með unglingastiginu og fræddi þau um fuglana og svaraði spurningum. 

Á miðvikudaginn kíkti Þorgrímur Þráinsson til okkar og var með fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu fyrir unglingastig. Einnig bauð hann upp á skapandi skrif fyrir mið- og unglingastig. 

Vona að þið eigið góða helgi. 

Skólasetning

Skólasetning Grunnskólans á Suðureyri verður föstudaginn 22.ágúst kl:10:00. Hlökkum til að sjá ykkur

Síðustu dagar

Það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur þessa síðustu daga. Nemendaþing var haldið í síðustu viku en það var liður í síðasta verkefni okkar með skólunum á Flateyri og Þingeyri. Verkefnið Betri Heimabyggð. Nemendur voru búnir að ganga um bæinn okkar og finna það sem þeim finnst gott við bæinn okkar og hvað betur mætti fara. Unglingastig bjó til skemmtilegt myndband um bæinn okkar. Bæjarstjórinn kom til okkar og fylgdist með nemendum segja frá. Einnig var fulltrúi frá Hverfisráðinu. 

Yngsta stig fór í sína árlegu vorferð með leiksólanum Tjarnarbæ í síðustu viku en þau fóru inn í Tunguskóg og nutu veðurblíðunnar þar. Miðstig fór í sína vorferð í þessari viku en þau kíktu til Bolungarvíkur, fóru á Náttúrugripasafnið auk þess að fara í sund. 

Í dag var síðan vorhátíðin okkar þar sem nemendur fóru m.a. í ratleik. 

Skólaslit verður þriðjudaginn 3. júní. Nemendur yngsta- og miðstigs mæta klukkan 11:00 en unglingastig mætir kluikkan 17:00.

 

Vikan 7. - 11.apríl

Nemendur sýndu leikþætti á Árshátíð Grunnskólans sem var á þriðjudaginn. Þemað hjá okkur var þjóðsögur og tækni. Allir hópar voru búinir að semja sitt atriði og stóðu þau sig öll mjög vel. Þetta var mjög skemmtilegt og ekki annað að heyra en að þau skemmtu sér líka. Að sjálfsögðu var skellt í ball að lokinni sýningu. 

Á fimmtudaginn fengum við þá Frach bræður í heimsókn en þeir buðu nemendum á yngsta og miðstigi að hlusta. Þeir spiluðu Árstíðirnar eftir Vivaldi. Ýmislegt annað skemmtilegt gerðu m.a. að spila þrír á eina fiðlu. Þeir útskýrðu vel hljóðin sem tákna fugla, vindinn og rigninguna. Þetta var mjög skemmtilegt og það var ekki annað að sjá en að nemendur sem og kennarar nutu tónlistarinnar.

Einnig fengum við hana Birgittu Birgisdóttur leikstjóra í heimsókn. Hitti hún miðstig og bauð upp á leiklistasmiðju fyrir þau. Þessi atriði voru í tengslum við Barnamenningarhátíðina Púkann . 

Nú er komið páskafrí og skóli hefst að nýju þriðjudaginn 22.apríl samkvæmt stundarskrá. Vonum að þið hafið það sem allra best um páskana með ykkar fólki.

Gleðilega páska

Vikan 31.mars - 4.apríl

Undirbúningur fyrir Árshátíðina er í fullum gangi þessa vikuna. Söngur heyrist frá kennslustofum og nemendur eru byrjaðir að æfa inn í Félagsheimili. Mikil spenna og gleði svífur yfir öllum. 

Árshátíðin okkar verður þriðjudaginn 8.apríl. Þemað í ár er Þjóðsögur. Við bjóðum upp á tvær sýningar eins og vanalega. Fyrri sýning hefst kl:17:00 og seinni sýningin er kl:20:00. Ball verður fyrir nemendur eftir seinni sýningu og reiknað með að því verði lokið kl: 22:00 

Á þriðjudaginn eiga nemendur að mæta kl:9:00. Generalprufa verður klukkan 10:00. Nemendur mæta síðan fyrir sýningar sem hér segir. 

Mæting í félagsheimilið á þriðjudaginn.

  • Klukkan16:30 fyrir fyrri sýningu
  • Klukkan 19:30 fyrir seinni sýningu.   

Hlökkum til að sjá ykkur.

Vikan 24. - 28.mars

Undirbúningur fyrir árshátíð er í fullum gangi. Verið er að gera leikmuni út um allan skóla. 

Í dag var Bókmenntahátíð á Flateyri og kíktum við með yngsta - og miðstig ásamt nemendum í 8. bekk. Þar fengum við að heyra í tveim rithöfundum, þeim Elísabetu Thoroddsen og Bergrúni Írisi.  Elísabet las upp úr bók sinni Rugluskógur en hún kemur út í maí. Við vorum fyrst til að heyra lesið upp úr þessari bók sem var mjög skemmtileg. Bergrún Íris sagði okkur frá sjálfri sér og hvað hún gerir. Las síðan upp úr bók sinni Kennarinn sem hvarf. Nemendur fengu að spyrja þær spurninga. Báðar voru þær með hugmyndir af nýjum bókum sem þær eru að fara að skrifa. 

Bókmenntahátíðin stendur til 30.mars og er opin öllum. 

Nemendur í 9. og 10. bekk fóru í heimsókn í dag í Menntaskólann á Ísafirði. Þar var verið að kynna fyrir þeim skólann og það sem hann hefur upp á að bjóða. Einnig voru nokkrir háskólar með kynningu. 

Góða helgi. 

Vikan 10. - 14.mars

Það er búið að vera mikið fjör hjá okkur þessa vikuna. Unglingastig ásamt nemendum frá Flateyri og Þingeyri  unnu stuttmynd undir stjórn Erlings Óttars Thoroddsen leikstjóra. Þau sömdu handritið, tóku upp og klipptu myndirnar. Þetta verkefni er samstarfsverkefni RIFF og barnamenningarhátíðinnar Púkans en hátíðin hefst í lok mánaðarins. Afraksturinn, fimm stuttmyndir verða sýndar á þá. 

Á fimmtudaginn fóru nemendur í 9. og 10. bekk til Reykjavíkur á "Mín framtíð" sem haldin er í laugardalshöllinni. Þar gefst nemendum tækifæri til að skoða allt það sem er í boði til að læra eftir grunnskólann. Þau fóru einnig í keilu og heimsóttu Alþingi en hún Arna Lára Jónsdóttir tók á móti hópnum.  

 

Vikan 3 - 5. mars

Það er búið að mikið um að vera þessa vikuna. Nemendur fengu bollur í tilefni bolludags sem unglingar voru búnir að baka. Í dag var farið í Tarzanleik í íþróttasal, þar var mikið fjör. Allskonar fígúrur voru á sveimi í salnum m.a. kúreki, prinsessa, norn,  Stich, Ironman, fiðrildi og margir fleiri. Nemendur og kennara fóru síðan í heimsókn í Klofning og Íslandssögu og sungu fyrir starfsfólk. Mikil gleði var í hópnum. 

Á morgun er Stóra upplestrarkeppnin og það er hún Árdís Níní sem keppir fyrir hönd litlu skólanna ásamt Freyju Dís frá Þingeyri.