VALMYND ×

Fréttir

Jólaíþróttaleikarnir

Í dag voru jóla íþróttaleikar hjá okkur. Nemendum var skipt í fjögur lið og keppt var í fótbolta, körfubolta, skotbolta, reipitogi og dýnuleik. Það var unglingastig sem skipulagði þennan skemmtilega dag. Allir tóku þátt og skemmtu sér vel. 

Á morgun eru litlu jólin hjá okkur en þá mæta nemendur kl:9:00 og við verðum til 11:30. 

Skólahald hefst aftur á nýju ári þriðjudaginn  6. janúar kl:10:00.

Vil minna ykkur á sýninguna í Safnahúsinu á Ísafirði, Jólin koma.  

 

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og vonum að þig njótið jólahátíðarinnar með ykkar nánustu. 

Þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. 

Starfsfólk Grunnskólans á Suðureyri

Sýning á Ísafirði

Jólin koma

Nemendur Grunnskólanna á Flateyri, Þingeyri og Suðureyri eru með jólaýningu í Safnahúsinu á Ísafirði. Við hvetjum alla foreldra og aðra aðstandendur að fara með börnum sínum og njóta sýningarinnar. Hún stendur yfir til 5. janúar. 

 

 

 

Vikan 1. - 5. desember

Þessa fyrstu viku desember mánaðar höfum við haft nóg fyrir stafni. Við vorum með opið hús á mánudaginn en þá voru foreldrar velkomnir að kíkja á börn sín í kennslustund.  Unglingar skreyttu jólatréð og sína stofu. Einnig hefur miðstigið verið að skreyta hjá sér. Föndurdagar voru á þriðjudag og miðvikudag en þá var nemendum skipt í hópa og gerðu ólík verkefni. Meðal verkefna voru að mála krukkur, gera pottaleppa og að búa til jólaskaut. Einnig er jólakortagerð að hefjast. 

 

Eigið góða helgi. 

 

Vikan 17. - 21. nóvember

Á mánudag buðum við foreldrum í heimsókn í tilefni degi íslenskrar tungu sem var 16. nóvember. Nemendur voru með upplestur og lásu ljóð eða sögur fyrir foreldra sína. Einnig var rætt um uppáhalds bókina sína.  Boðið var upp á kaffi og köku en það voru nemendur á unglingastigi sem bökuðu skúffuköku fyrir gesti. 

Við erum byrjuð á nýju verkefni sem tengist samvinnuverkefni okkar. Nemendur ætla að fræðast um jólin í ólíkum löndum. 

Síðasta vika nóvember mánaðar er framundan og allir farnir að vera spenntir fyrir þeim tíma sem framundan er.

Með von um að þið eigið góða helgi. 

 

Vikan 22. - 24. október

Á miðvikudaginn var bleikur dagur hjá okkur eins og mörgum öðrum. Unglingastig bakaði möffins með bleiku kremi fyrir allan skólann. Smiðjuskipti voru þessa viku hjá miðstigi en þau voru að byrja í smíðum og tæknilist. 

Í næstu viku eru smiðjuskipti hjá yngsta stigi. Þau byrja þá í Heimilisfræði og myndmennt. 

Halloween er í næstu viku og þá verður nóg um að vera. Einnig erum við að fá Skáld í skólum í heimsókn en að þessu sinni ætla þau að hitta yngsta stig. 

Megi helgin vera ykkkur góð.

Vetrarfrí

1 af 4

Föstudaginn 17.október hefst vetrarfrí hjá okkur og því ekki skóli hjá nemendum. Skólahald hefst að nýju miðvikudaginn 22. október samkvæmt stundarskrá. Þann dag er bleikur dagur hjá okkur og því hvetjum við alla til að mæta í bleiku.

Nemendaþing var haldið í síðustu viku en þar unnu nemendur með skólareglurnar. Góð vinna var meðal nemenda en í heildina voru þau sátt við þær reglur sem voru en vildu skýra sumar betur. 

 

Vikan 22. - 26.september

Það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur í þessari viku. Á þriðjudaginn fórum við til Flateyrar í fuglaskoðun en það er hluti af samvinnuverkefni okkar við skólana á Flateyri og Þingeyri. Gengið var um eyrina og fuglar á veggjum húsa skoðaðir. Einnig var hægt að skoða fugla í gegnum kíkir við höfnina. Hann Cristian Gallo frá Náttúrustofu Vestfjarða var með unglingastiginu og fræddi þau um fuglana og svaraði spurningum. 

Á miðvikudaginn kíkti Þorgrímur Þráinsson til okkar og var með fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu fyrir unglingastig. Einnig bauð hann upp á skapandi skrif fyrir mið- og unglingastig. 

Vona að þið eigið góða helgi. 

Skólasetning

Skólasetning Grunnskólans á Suðureyri verður föstudaginn 22.ágúst kl:10:00. Hlökkum til að sjá ykkur

Síðustu dagar

Það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur þessa síðustu daga. Nemendaþing var haldið í síðustu viku en það var liður í síðasta verkefni okkar með skólunum á Flateyri og Þingeyri. Verkefnið Betri Heimabyggð. Nemendur voru búnir að ganga um bæinn okkar og finna það sem þeim finnst gott við bæinn okkar og hvað betur mætti fara. Unglingastig bjó til skemmtilegt myndband um bæinn okkar. Bæjarstjórinn kom til okkar og fylgdist með nemendum segja frá. Einnig var fulltrúi frá Hverfisráðinu. 

Yngsta stig fór í sína árlegu vorferð með leiksólanum Tjarnarbæ í síðustu viku en þau fóru inn í Tunguskóg og nutu veðurblíðunnar þar. Miðstig fór í sína vorferð í þessari viku en þau kíktu til Bolungarvíkur, fóru á Náttúrugripasafnið auk þess að fara í sund. 

Í dag var síðan vorhátíðin okkar þar sem nemendur fóru m.a. í ratleik. 

Skólaslit verður þriðjudaginn 3. júní. Nemendur yngsta- og miðstigs mæta klukkan 11:00 en unglingastig mætir kluikkan 17:00.

 

Vikan 7. - 11.apríl

Nemendur sýndu leikþætti á Árshátíð Grunnskólans sem var á þriðjudaginn. Þemað hjá okkur var þjóðsögur og tækni. Allir hópar voru búinir að semja sitt atriði og stóðu þau sig öll mjög vel. Þetta var mjög skemmtilegt og ekki annað að heyra en að þau skemmtu sér líka. Að sjálfsögðu var skellt í ball að lokinni sýningu. 

Á fimmtudaginn fengum við þá Frach bræður í heimsókn en þeir buðu nemendum á yngsta og miðstigi að hlusta. Þeir spiluðu Árstíðirnar eftir Vivaldi. Ýmislegt annað skemmtilegt gerðu m.a. að spila þrír á eina fiðlu. Þeir útskýrðu vel hljóðin sem tákna fugla, vindinn og rigninguna. Þetta var mjög skemmtilegt og það var ekki annað að sjá en að nemendur sem og kennarar nutu tónlistarinnar.

Einnig fengum við hana Birgittu Birgisdóttur leikstjóra í heimsókn. Hitti hún miðstig og bauð upp á leiklistasmiðju fyrir þau. Þessi atriði voru í tengslum við Barnamenningarhátíðina Púkann . 

Nú er komið páskafrí og skóli hefst að nýju þriðjudaginn 22.apríl samkvæmt stundarskrá. Vonum að þið hafið það sem allra best um páskana með ykkar fólki.

Gleðilega páska