VALMYND ×

Fréttir

Skólahald fellur niður

Skólahald fellur niður á morgun vegna veðurs. Mjög slæm veðurspá er nú fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 23. febrúar og er komin appelsínugul veðurviðvörun frá morgni fram til miðnættis. Því hefur verið ákveðið, í samstarfi við sviðstjóra að fella niður allt skólahald á morgun. 

Frábær skíðadagur

Skíðaferðin okkar heppnaðist stórkostlega vel. Fengum gott veður og allir höfðu gaman hvort sem var á skíðum, bretti eða snjóþotu. Fengum okkur heitt kakó og nesti eftir klukkustund í brekkunum og drifum okkur svo aftur í brekkurnar. Þegar kom að heimför var hreinleg erfitt að koma öllum upp í rútu því fjörið var svo mikið. Strax er búið að óska eftir næstu skíðaferð:)

Skíðaferð

Við ætlum að fara í skíðaferð til Ísafjarðar á föstudaginn n.k. Mæting í skólann kl 8 eftir stundatöflu en rútan fer ca 8:40. Muna að taka gott nesti með og hlý föt. Skíðaleigan verður opin og fáum við 20% afslátt af verðinu https://www.dalirnir.is/wp-content/uploads/2022/01/Ski%CC%81dasvaedi-2022.pdf. Reiknum með að koma til baka rétt upp úr kl 11 og þá verður hádegismaturinn fyrir þá sem eru í mataráskrift. Nemendur fara heim að þessu loknu. 

Lestrarátak

Lestrarátakið gengur mjög vel hjá krökkunum. Núna eru þau búin að fylla aðra hillu af bókum sem þau hafa lesið. Í umbun verður Tarzan leikur í íþróttasalnum á fimmtudaginn kl 12:30-12:50 (hádegisfrímínútur) 

inniskór í óskilum

Góðan dag

kannast einhver við þessa inniskó sem hafa rykfallið hér í skólanum í óskilamunum?

 

Bólusetning barna 5-12 ára

Nú er komið að seinni bólusetningunni hjá börnum 5-12 ára 

Bólusett verður á Ísafirði 2. og 3. febrúar. 

Þeir sem hafa ekki fengið bólusetningu er velkomnir þessa daga milli kl 13-14

Lestrarátak

Krakkarnir eru í lestrarátaki og skrá kjöl hverrar bókar sem þau lesa og setja í "bókahilluna" okkar. Nú er fyrsta "hillan" orðin full og því fögnum við með poppveislu fyrir alla nemendur í skólanum á morgun, föstudag. 

Bólusetning barna í 1.- 6. bekk

Sælir foreldrar

Á síðu Landlæknis eru leiðbeiningar um hvernig á að skrá barnið sitt í bólusetningu. Hér er hlekkur inn á þær upplýsingar https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item48458/Samthykkisferli-fyrir-bolusetningar-5-11-ara-barna-er-virkt-7-1-2022

Nemendur í grunnskólanum á Suðureyri verða bólusett fimmtudaginn 13. janúar á Heilsugæslunni á Ísafirði.

Börn fædd í janúar-júní í 1-6.bekk verða bólusett kl 14:50. Börn fædd í júlí -desember verða bólusett kl 15:00