VALMYND ×

Fréttir

Jólahefðir í Safnahúsinu

Allur skólinn hélt til Ísafjarðar í morgun til að fara á sýningu um hinar ýmsu jólahefðir sem tíðkast í heiminum. Skrítnasta hefðin kom frá Katalóníu. En þar er svokallaður kúkadrumbur sem kúkar jólagjöfum ef hann er laminn með priki. Súr gúrka á jólatré fannst þeim fyndið skraut á jólatréð en slíkt tíðkaðist líklega í Þýskalandi/Bæjaralandi í gamla daga. 

Framkvæmdir

Nú er miklar framkvæmdir hafnar inni í skólanum okkar líkt og rætt var um á foreldrafundinum. Hér eru margir iðnaðarmenn að störfum innanhúss og utandyra. Því miður þá verður gólfið okkar frekar skítugt vegna þessa og viljum við því benda foreldrum á að sniðugt væri ef nemendur kæmu með inniskó með sér í skólann

Nemendur taka þessum breytingum vel og eru fljótir að tileinka sér ný svæði. 

Jólaljós og Jólasveinar

1 af 3

Það var í rigningu og roki í morgun en með mikilli gleði sem nemendur grunnskólans og leikskólans kveiktu á ljósum jólastrésins í ár. Tveir jólasveinar römbuðu á söng barnanna og tóku þátt í gleðinni með okkur. Þeir sungu, gáfu mandarínur, fóru í eltingarleik og gáfu öllum gott hláturkast. 

Kveikjum ljósin á jólatré bæjarins

Mánudaginn næsta, þann 22. nóvember, mun skólinn og leikskólinn hittast við jólarté bæjarins og kveikja saman á ljósum þess. Jólasveinar munur taka þátt í gleðinni með okkur og syngjum við nokkur lög saman. 

Dagur íslenskrar tungu

Sælir foreldrar

Í dag er Dagur íslenskrar tungu. Nemendur héldu upp á þann dag með söng og ljóðalestri. Því miður gátum við ekki boðið foreldrum upp á að koma í skólann til að hlusta nemendur flytja sín atriði vegna Covid takmarkana. Þetta árið tókum við viðburðina upp og ætluðum að  senda foreldrum í tölvupósti en því miður eru skrárnar of stórar fyrir tölvupóst. Við munum vinna í því að koma myndskeiðunum til foreldra á næstu dögum. 

Halloween

Hrikalega Hræðilegt Halloween ball var haldið í skólanum i gærkveldi. Nemendur dönsuðu um allt hús, klædd búningum og fengu sér síðan ávexti og vatn. Fjörið var mikið og bros á hverju andliti. Þökkum unglingunum okkar fyrir þessa skemmtun.  

Vikan 25. -29. október

1 af 4

Það er aldeilis búið að vera mikið að gera hjá nemendum þessa vikuna.

Á miðvikudaginn komu til okkar tvær listakonu, þær Alda og Kristín, með listasmiðjuna Veður, fegurð og fjölbreytileiki. Einnig komu til okkar nemendur og kennarar frá Súðavík til að taka þátt í smiðjunni með okkur. Yngri hópurinn bjó til veðurtákn og rýndi í veðurkort. Eldri hópurinn vann um líffjölbreytileikann á norðurslóðum með litríkum óskafánum. 

Þess má geta að á föstudaginn kemur verður afrakstur alla skólanna sem tóku þátt í þessari listasmiðju til sýnis í Edinborgarhúsinu  frá kl 15-18. Allir eru hvattir til að kíkja á þessa sýningu. 

 

Í áhugasviðsverkefninu hefur verið unnið með Jól í skókassa. Margir hafa lagt þessu verkefni lið með fjárframlögum, gjöfum, heimaprjóni og fleiru. Við kunnum þeim okkar bestu þakkir. Nemendur gáfu alls 31 kassa þetta árið. 

Framundan í næstu viku er heimsókn unglingadeildar til Ísafjarðar að hlusta á Geðlestina sem er með fræðsluefni um geðheilsu ungmenna. Á miðvikudeginum fáum við tvö skáld til okkar, þau Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og Sverri Norland. Þau ætla að tala um Hvaðan koma allar þessar sögur? En rithöfundasamband Íslands er að ferðast um Ísland að heimsækja grunnskóla. 

 

List fyrir alla

Miðvikudaginn 27. október n.k munu listakonurnar Alda og Kristín koma til okkar á Suðureyri ásamt nemendum frá Súðavík. Frá kl 9 til kl 13:30 munu þær vinna með nemendum í tveimur aldurskiptum hópum í listasmiðju sem þær kalla Veður, Fegurð og Fjölbreytileiki. 

Dagurinn mun fara í listsköpun og samvinnu.