VALMYND ×

Fréttir

Matseðill 30. janúar-3. febrúar

Matseðill vikuna 30. janúar til 3. febrúar.

 

Mánudagur: Skyr og brauð

 

Þriðjudagur: Soðinn fiskur, kartöflur, salat og rúgbrauð

 

miðvikudagur: Svikinn héri, kartöflumús og salat

 

Fimmtudagur: Slátur, kartöflumús og grænmeti.

 

Föstudagur: Plokkfiskur, grænmeti og salat.

 

Bókasafnið á Ísafirði

1 af 4

Miðstigið skellti sér á Bókasafnið á Ísafirði í morgun. Öllum börnum á aldrinum 0-18 ára býðst að fá frítt bókasafnskort. Það er tilvalið að fara saman á bókasafn og finna bækur sem henta og eru spennandi hverju sinni. Yngstastig og elstastig munu fara bráðlega á bókasafnið.

Matseðill 23.- 27. janúar

Matseðill næstu viku 23. -27. janúar.

 

Mánudagur: Soðnar kjötbollur, kartöflur og kál

 

Þriðjudagur: Ofnbakaður fiskréttur, grjón og salat

 

Miðvikudagur: Pizza

 

Fimmtudagur: Grjónagrautur, slátur, grænmeti og brauð

 

Föstudagur: Fiskur í raspi, kartöflur og salat. 

Matseðill

Matseðill fyrir vikuna 16.-20. janúar ´23

 

Mánudagur:  Chili con carne og grjón

 

Þriðjudagur: Ofnsteiktur fiskur, kartöflur, salat

 

Miðvikudagur: Súpa og brauð

 

Fimmtudagur: Grænmetisburff, kartöflur, salat

 

Föstudagur: Slátur með kartöflumús, jafningur

Fræðsla frá Barnaheill 15. desember 2022

Við fáum gesti til okkar í dag frá Barnaheill en þeir verða með forvarnarfræðslu sem heitir SKOH! Hvað er ofbeldi?

Þetta er forvarnafræðsla Barnaheilla fyrir börn í 5. – 10. bekk grunnskóla um ofbeldi gegn börnum með áherslu á einelti og kynferðisofbeldi. Rannsóknir sýna að með aukinni fræðslu og sjálfseflingu eru minni líkur á að ofbeldi eigi sér stað og meiri líkur á að börn leiti sér aðstoðar ef þau lenda erfiðum aðstæðum. Fræðsla til barna er því mikilvægur liður í því að uppræta ofbeldi gegn börnum. Markmiðið með fræðslunni er að nemendur þekki til einkenna eineltis og kynferðisofbeldis en einnig er lögð áhersla á samskipti, samþykki og mörk.

SKOH! Hvað er ofbeldi?  byggir á þátttöku og tjáningu nemenda í öruggu og þægilegu umhverfi þar sem virðing og samkennd er í fyrirrúmi. Einnig er farið í leiki, sagðar eru sögur og horft á myndbönd sem snúast um ofbeldi, mörk og samskipti.

SKOH! Hvað er ofbeldi?  valdeflir nemendur í að bregðast við ef grunur vaknar um eða tilkynna þarf ofbeldi.

Litlu Jólin - Pakkaleikur

Litlu Jólin verða haldin þann 20. desember í grunnskólanum. Við ætlum að halda í hefðina og vera með pakkaleik sem lýsir sér þannig að nemendur komi með pakka með sér á litlu jólin, en miðað er við að pakkinn kosti ekki meira en 1000 kr. Pakkarnir eru númeraðir, síðan dregur hvert barn númer og fær þann pakka sem númerið passar við. 

Jólaföndur

Síðustu tvo daga höfum við haft jólaföndur á fjórum stöðvum. Nemendum var skipt upp í aldursblandaða hópa og fékk hver hópur að prófa allar stöðvarnar þessa tvo daga. Kennarar eru sammála um að nemendur stóðu sig með prýði og höfðu gaman af. 

Eldvarnarátakið og bókagjöf

3. bekkur fékk heimsókn og fræðslu frá slökkviliðinu í dag. 4. bekkur naut góðs af og fékk að sitja með. Farið var yfir hvernig slökkvitæki er gott að eiga á heimilinu og að skulum vera meðvituð um flóttaleiðir ef eldur kemur upp. Eins og ávallt skal hringja í 112 ef hættu ber að. 

 

Við fengum gefins 10 nýjar bækur frá samtökunum Stöndum saman Vestfirðir í dag. Við þökkum þeim kærlega fyrir okkur. Alltaf gaman að fá nýjar bækur í safnið okkar. 

Skólablak

Skólablak eru blak viðburðir fyrir grunnskóla krakka í 4.-6. bekk um allt land. 12 nemendur frá Grunnskólanum á Suðureyri fóru í morgun og tóku þátt í Skólablakinu. 

Markmiðið með skólablaki er að kynna krökkum og kennurum fyrir blakíþróttinni, einfalda kennsluaðferðir og auka sýnileika hennar á landsvísu. Einnig er þetta þetta frábær vettvangur fyrir hópefli fyrir nemendur og mikil skemmtun fyrir alla. Markmiðið er einnig að halda þessi viðburði árlega.
Öllum skólum á landinu er boðið að taka þátt með nemendur í 4.-6. bekk.

Kómedíuleikhúsið - Tindátarnir

1 af 3

Í morgun bauð Kómedíuleikhúsið nemendum 1. - 7. bekk upp á leiksýninguna Tindátarnir, sem er byggð á samnefndri ljóðabók Steins Steinarrs. Leiksýningin er sett upp sem skuggabrúðuleikhús, sem er lítið notað leikhúsform hér á landi, en fangaði vel athygli nemenda. 

Sýningin var vegna samnings Ísafjarðarbæjar við leikhúsið og erum við afar þakklát fyrir að fá tækifæri til að njóta leiksýningar.