VALMYND ×

Fréttir

Norræna skólahlaupið

Allir klárir í hlaupið
Allir klárir í hlaupið

Í dag tóku nemendur skólans þátt í Norræna skólahlaupinu í fyrsta skipti í mörg ár. Hlaupið var út að Brjót og til baka, sem samkvæmt nýjustu mælingum eru 2,5 km. Allir nemendur tóku þátt og allir lögðu sig mikið fram.


Meira

Kosið í nemendaráð

1 af 3

Fyrsti fundur nemendaráðs Grunnskólans á Suðureyri var haldinn í gær og fjölmörg framboð bárust. Dísa Líf Einarsdóttir var kosinn formaður, Ólína Halla C. Þrastardóttir ritari og varaformaður og Þórunn Birna Bjarnadóttir gjaldkeri. Í skemmtinefnd völdust Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Karolina Anikiej, Álfdís Hrefna Þorleifsdóttir og Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson. Álfdís Hrefna Þorleifsdóttir, Krzysztof Duda og Damian Karol Szablowski voru valdir plötusnúðar. Næsti fundur nemendaráðsins sem er jafnframt fyrsti vinnufundur þess verður haldinn á föstudaginn 18. september.

Þjóðarsáttmáli um læsi

Í dag var undirritaður Þjóðarsáttmáli um læsi í bókasafninu á Ísafirði . Nemendum í 8. bekk sem taka Písa próf þegar þau fara í 10. bekk var sérstaklega boðið á undirritunina. Hjördís, Katla og Þórunn fóru sem fulltrúar skólans og fylgdust með. Allir nemendur fá svo upplýsingar um verkefnið með sér heim fyrir helgi.


Meira

Snorri kvaddur

Kveðjustund
Kveðjustund

Í gær kenndi Snorri Sturluson sinn síðasta tíma sem starfsmaður Grunnskólans á Suðureyri. Nemendur tóku óvænt á móti honum eftir tímann og knúsuðu og þökkuðu honum fyrir. Snorri byrjaði kennsluferilinn sem farandkennari í Grunnskóla Gufudalshrepps. Hann kom til starfa á Suðureyri 1983 og kenndi við skólann til ársins 1990. Hann lagði stund á útgerð og sjómennsku en kom svo aftur til starfa sem kennari árið 2005 og tók svo við sem skólastjóri 2012. Við kveðjum Snorra með söknuði. Við þykjumst eiga von á honum í heimsókn þegar hann hefur tök á og það er aldrei að vita nema hann komi til okkar og kenni í framtíðinni. Hægt er að skoða fleiri myndir hér og hér er myndband.

Matseðill 14-18.september 2015

Mánudagur 14.sept

Fiskisúpa og heimabakað brauð, grænmeti og ávextir

þriðjudagur 15.sept

Grænmeti- og kjötréttur, ofnbakaðar kartöflur, salat og vatnsmélona

Miðvikudagur 16.sept

Kjuklingabringa í ostasósu, heilhveiti pasta, grænmeti og ávextir

Fimmtudagur 17.sept

Fiskur með spinati og tómötum, soðnar kartöflut, köld sósa, salat og ávextir

Föstudagur 18.sept

Heimagert grænmetisbuff, hrisrgjón, köld sósa, grænmetisalat, ávextir

 

Verði ykkur að góðu

Ný húsgögn

Nemendur sitja og lesa í nýju stólunum.
Nemendur sitja og lesa í nýju stólunum.

Elstu nemendur skólans fengu nýja stóla til reynslu á mánudaginn og ef þeir reynast vel verða keyptir fleiri, þannig að 7. – 10. bekkur verði á hæðastillanlegum stólum. Nemendur voru virkjaðir í að setja saman stólana og gekk það mjög vel.

Einnig eru komnir nýir púðar og teppi inn í „nýja“ rýmið hjá yngstu nemendunum, ásamt sófa sem skólinn fékk gefins frá Fisherman. Hugsunin er að þar verði hægt að slaka á, lesa og hafa það náðugt.

Hægt er að sjá fleiri myndir hér.

Fjöruferð 1. - 3. bekkjar

Við fórum í fjöruferð út að Brjót í dag. Þar skoðuðum við bein (sem hljóta að vera úr risaeðlum), fjörusteina í allskonar litum og sáum sel á svamli. Sumir urðu blautir í fæturna þegar farið var full neðarlega í fjöruna og aðrir reyndu að ganga niður ljósastaura á heimleiðinni. Ferðin var í heildina stórskemmtileg og hvet ég foreldra til að ræða fjöruna og hafið við krakkana.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér.

Dagur læsis

 

Í tilefni af degi læsis heimsóttu nemendur í Grunnskólanum á Suðureyri fyrritæki og stofnanir í bænum og lásu fyrir starfsmenn og nemendur smásögur og ljóð á íslensku, pólsku og tælensku.


Meira

Matseðill 7-11.september

Mánudagur 7.september

Hakk og spaghetti, grænmeti (tómatar, gúrkur, salat), ávextir (epli)

þriðjudagur 8.september

Fiskur i raspi, soðnar kartöflur, kokteilsósa, gænmeti, banani

Miðvikudagur 9.september

Heitt slátur, kartöflumús, rófur og gulrætur, appelsina

Fimmtudagur 10.september

Blómkálssúpa, heimabakað brauð með smjörvi og osti, grænmetibitar og ávextir

Föstudagur 11.september

Fiskibollur, kuskus, sósa, grænmeti og ávextir

 

                     VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Tónlist fyrir alla

Í dag komu Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir frá „Tónlist fyrir alla“ verkefninu í heimsókn í skólann. Þau kynntu söngleiki fyrir nemendum og tóku meðal annars lög úr Hárinu, Gauragangi og Litlu hryllingsbúðinni.


Meira