VALMYND ×

Fréttir

Halloween

Hrikalega Hræðilegt Halloween ball var haldið í skólanum i gærkveldi. Nemendur dönsuðu um allt hús, klædd búningum og fengu sér síðan ávexti og vatn. Fjörið var mikið og bros á hverju andliti. Þökkum unglingunum okkar fyrir þessa skemmtun.  

Vikan 25. -29. október

1 af 4

Það er aldeilis búið að vera mikið að gera hjá nemendum þessa vikuna.

Á miðvikudaginn komu til okkar tvær listakonu, þær Alda og Kristín, með listasmiðjuna Veður, fegurð og fjölbreytileiki. Einnig komu til okkar nemendur og kennarar frá Súðavík til að taka þátt í smiðjunni með okkur. Yngri hópurinn bjó til veðurtákn og rýndi í veðurkort. Eldri hópurinn vann um líffjölbreytileikann á norðurslóðum með litríkum óskafánum. 

Þess má geta að á föstudaginn kemur verður afrakstur alla skólanna sem tóku þátt í þessari listasmiðju til sýnis í Edinborgarhúsinu  frá kl 15-18. Allir eru hvattir til að kíkja á þessa sýningu. 

 

Í áhugasviðsverkefninu hefur verið unnið með Jól í skókassa. Margir hafa lagt þessu verkefni lið með fjárframlögum, gjöfum, heimaprjóni og fleiru. Við kunnum þeim okkar bestu þakkir. Nemendur gáfu alls 31 kassa þetta árið. 

Framundan í næstu viku er heimsókn unglingadeildar til Ísafjarðar að hlusta á Geðlestina sem er með fræðsluefni um geðheilsu ungmenna. Á miðvikudeginum fáum við tvö skáld til okkar, þau Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og Sverri Norland. Þau ætla að tala um Hvaðan koma allar þessar sögur? En rithöfundasamband Íslands er að ferðast um Ísland að heimsækja grunnskóla. 

 

List fyrir alla

Miðvikudaginn 27. október n.k munu listakonurnar Alda og Kristín koma til okkar á Suðureyri ásamt nemendum frá Súðavík. Frá kl 9 til kl 13:30 munu þær vinna með nemendum í tveimur aldurskiptum hópum í listasmiðju sem þær kalla Veður, Fegurð og Fjölbreytileiki. 

Dagurinn mun fara í listsköpun og samvinnu. 

Vegna slæmrar veðurspá á morgun, þriðjudag

Ísafjarðarbær hefur gefið út viðmið hvenær loki eigi stofnunum vegna óveðurs. Þar kemur m.a fram að stofnunum bæjarins er ekki lokað nema algjöra nauðsyn beri til og geti forstöðumaður lokað stofnun af einni eða fleirum ástæðum;

-Tilmæli frá Almannavörnum eða Lögreglu

-Rafmagnsleysi kemur í veg fyrir að hægt sé að halda stofnuninni opinni

- Ófærð er svo almenn að ekki nái að kalla til lágmarks fjölda starfsmanna til að halda a.m.k skertri þjónustu

 

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með veðurspám og fréttum af veðri. Skólum verður ekki aflýst nema tilmæli komi frá Almannavörnum eða Lögreglu. Foreldrar verða að meta hvort óhætt sé fyrir börn þeirra að sækja skólann. Ef foreldrar velja að hafa börn sín heima þá þarf að láta skólann vita. 

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með á síðunum almannavarnir.is og vedur.is

Foreldrafélagið

Sælir foreldrar

Foreldrafélagið mun halda Aðalfund í skólanum þann 12. oktober kl 17:00. Kosið verður í nýja stjórn félagsins. Mikilvægt er að einn forráðamaður/foreldri komi frá hverju barni á fundinn. 

Yrkjusjóður

1 af 4

Nokkur fjöldi nemenda í grunnskólanum fór að grjóðursetja plöntur frá Yrkjusjóð. Markmiðið með því var að sporna gegn loftlagsbreytingum með því að efla skógrækt og landgræðslu og bæta hnignun vistkerfi sem eru mjög algeng hér á landi. Ríksistjórnin stendur fyrir þessu átaki og er markmiðið að eftir þrjú ár verði búið að gróðursetja eitt birkitré á hvern landsmann. 

Sundkennsla

Sælir lesendur

Nú mun sundkennsla hefjast hjá okkur í Grunnskólanum. Kennt verður á miðvikudögum hjá öllum árgöngum í staðinn fyrir íþróttatímana. Sundkennarinn heitir Magnús Már Jakobsson en hann hefur mikla reynslu sem sundþjálfari. 

Skólaslit

Ágætu lesendur

Í dag var Grunnskólanum á Suðureyri slitið í 112 skiptið. Það eru alltaf skemmtileg tímamót þegar skólanum er slitið á vorin. Í vetur höfum við lagt megináherslu á að efla færni nemenda í lestri og málnotkun, vinnu með nemendalýðræði og að efla sköpunargleði ásamt því að auka ábyrgð nemenda á eigin námi. Þá vorum við líka með þróunarverkefni um eflingu foreldrasamstarfs á dagskrá, en það gekk ekki sem skyldi vegna sóttvarnaráðstafana, þó tókst okkur að halda einn fræðslufund með foreldrum í lok maí. Á þeim fundi var fjallað um mikilvægi þess að foreldrar geri sér grein fyrir hvað felst í því að ala barn upp í fjölmenningarsamfélagi, muninn á íslensku og pólsku skólakerfi og almennt um íslenska skólakerfið fyrir foreldra af erlendum uppruna.  Það er mjög mikilvægt að við hugsum öll um hvað við getum gert til að efla samstöðu í samfélaginu og upplifun íbúa á því að þeir eigi þetta samfélag allir saman, beri allir ábyrgð á að það gangi vel og að við getum átt góða samleið sem íbúar.

Það hefur verið ákaflega lærdómsríkt að fá að stýra þessum skóla undanfarin þrjú ár og ég kveð Grunnskólann á Suðureyri full af þakklæti til nemenda, samstarfsmanna og foreldra. Við höfum unnið saman að mörgum frábærlega skemmtilegum og árangursríkum verkefnum. Þar má telja nemendaþingin sem hafa eflt getu nemenda til þátttöku, málefnalegra samræðna og vitundar um mikilvægi þess að láta sig samfélagið varða. Áhersluna á lestur og orðaforða sem hefur skilað skemmtilega góðum árangri og svo síðast en ekki síst áhugasviðsverkefnið, sem hefur eflt sköpunargleði nemenda og ábyrgð þeirra á eigin námi. Það hefur verið einstaklega skemmtilegt að fylgjast með nemendum vaxa og þroskast og sjá þá taka margvíslegum framförum í námi, hegðun, ábyrgð og almennri þátttöku sem er einmitt forsenda þess að byggja upp gott samfélag. 

Ég er sannfærð um að þegar fram í sækir er sú námsreynsla sem nemendur hafa fengið hér í skólanum þeim gott vegarnesti inn í framtíðina. Framtíð sem við vitum ekki hvernig verður en þar mun örugglega koma að góðum notum að kunna að einbeita sér, vinna skipulega, geta átt í góðum samskiptum og leyst úr viðfangsefnum á skapandi hátt, en þetta höfum við haft að leiðarljósi í skólanum undanfarin ár.

Ég þakka samstarfsfólki fyrir góða og öfluga samvinnu því uppbygging skólamenningar er samstarfsverkefni allra sem að skólastarfinu koma og án þess hefði ekki verið hægt að gera neitt af þessu. Þá þakka ég foreldrum og öllum öðrum samstarfsmönnum fyrir góða samvinnu og síðast en ekki síst þakka ég nemendum Grunnskólans á Suðureyri fyrir skemmtilegt samstarf.

Takk fyrir mig

Jóna Benediktsdóttir