VALMYND ×

Fréttir

Litlu Jólin - Pakkaleikur

Litlu Jólin verða haldin þann 20. desember í grunnskólanum. Við ætlum að halda í hefðina og vera með pakkaleik sem lýsir sér þannig að nemendur komi með pakka með sér á litlu jólin, en miðað er við að pakkinn kosti ekki meira en 1000 kr. Pakkarnir eru númeraðir, síðan dregur hvert barn númer og fær þann pakka sem númerið passar við. 

Jólaföndur

Síðustu tvo daga höfum við haft jólaföndur á fjórum stöðvum. Nemendum var skipt upp í aldursblandaða hópa og fékk hver hópur að prófa allar stöðvarnar þessa tvo daga. Kennarar eru sammála um að nemendur stóðu sig með prýði og höfðu gaman af. 

Eldvarnarátakið og bókagjöf

3. bekkur fékk heimsókn og fræðslu frá slökkviliðinu í dag. 4. bekkur naut góðs af og fékk að sitja með. Farið var yfir hvernig slökkvitæki er gott að eiga á heimilinu og að skulum vera meðvituð um flóttaleiðir ef eldur kemur upp. Eins og ávallt skal hringja í 112 ef hættu ber að. 

 

Við fengum gefins 10 nýjar bækur frá samtökunum Stöndum saman Vestfirðir í dag. Við þökkum þeim kærlega fyrir okkur. Alltaf gaman að fá nýjar bækur í safnið okkar. 

Skólablak

Skólablak eru blak viðburðir fyrir grunnskóla krakka í 4.-6. bekk um allt land. 12 nemendur frá Grunnskólanum á Suðureyri fóru í morgun og tóku þátt í Skólablakinu. 

Markmiðið með skólablaki er að kynna krökkum og kennurum fyrir blakíþróttinni, einfalda kennsluaðferðir og auka sýnileika hennar á landsvísu. Einnig er þetta þetta frábær vettvangur fyrir hópefli fyrir nemendur og mikil skemmtun fyrir alla. Markmiðið er einnig að halda þessi viðburði árlega.
Öllum skólum á landinu er boðið að taka þátt með nemendur í 4.-6. bekk.

Kómedíuleikhúsið - Tindátarnir

1 af 3

Í morgun bauð Kómedíuleikhúsið nemendum 1. - 7. bekk upp á leiksýninguna Tindátarnir, sem er byggð á samnefndri ljóðabók Steins Steinarrs. Leiksýningin er sett upp sem skuggabrúðuleikhús, sem er lítið notað leikhúsform hér á landi, en fangaði vel athygli nemenda. 

Sýningin var vegna samnings Ísafjarðarbæjar við leikhúsið og erum við afar þakklát fyrir að fá tækifæri til að njóta leiksýningar.

 

List fyrir alla- Dýratónar

Nemendur í 1. - 7. bekk fóru í Edinborgarhúsið á viðburðinn Dýratónar. Dýratónar er viðburður þar sem tónlist og líffræði takast í hendur. Það eru tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir og líffræðingurinn Edda Elísabet Magnúsdóttir sem taka höndum saman og leiða börn eftir tónstigum og taktsviðum dýraríkisins.

Seinna í vikunni munu þær Sóley og Edda heimsækja 5. 7. bekk og vinna með þeim verkefni út frá Dýratónum. 

https://listfyriralla.is/event/dyratonar/ 

Jól í skókassa

1 af 4

Nemendu í 4. - 7. bekk tóku þátt í hinu alþjóðlega verkefni Jól í skókassa. Verkefnið snýst um að útbúa jólagjöf handa börnum sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika. Safnað hefur verið ritföngum, leikföngum, sælgæti, fötum og hreinlætisvörum i skókassa með styrkjum frá Klofning, Íslandssögu, kvenfélaginu Ársól og heimafólki. Við kunnum þeim okkar bestu þakkir fyrir. 

Alls fylltu nemendur 41 skókassa af dásamlegum jólagjöfum!

 

Krakkarnir í hverfinu- Leiksýning fyrir yngsta stig

Við fengum leiksýninguna til okkar 20. október s.l

Krakkarnir í hverfinu er leikþáttur þar sem brúður eru notaðar til að fræða börnin um ofbeldi og mikilvægi þess að börn segi frá. Brúðurnar ræða saman um það sem þær hafa lent í. Jóhanna segir frá því hvernig kærasti mömmu hennar snerti hana á óviðeigandi hátt og hvaða hjálp hún fékk eftir að hún sagði frá. Stefán segir vini sínum frá því hvernig mamma Stefáns beitti hann ofbeldi og hvernig þau fengu bæði hjálp eftir að hann sagði kennaranum sínum frá.

Af hverju Krakkarnir í hverfinu? Með því að nota brúður til að tala við og svara spurningum um þennan viðkvæma málaflokk er oft hægt að ná betur til barna. 

Ólympíhlaup ÍSÍ

1 af 2

Nemendur grunnskólans tóku þátt í Ólympíhlaupi ÍSÍ mánudaginn 3. október. Hér áður fyrr var þetta árlega hlaup kallað Norræna skólahlaupið og hefur verið fastu liður í mörgum skólum frá árinu 1984. Tilgangur hlaupsins er að hvetja nemendur til að hreyfa sig og stuðla þar með að betri heilsu og vellíðan. Þrjár vegalegndir voru í boðið eftir aldurstigum en öllum frjálst að fara þá vegalegnd sem úthald var fyrir.  Okkar hópur hljóp alls 239.4 km sem er stórkostlegur árangur!

 

Klæðnaður eftir veðri

Sælir foreldrar.
Nemendur okkar í grunnskólanum er alls ekki klædd eftir veðri í dag. Þau hanga við útidyrahurðina, blaut og köld. Það er mjög mikilvægt að þau séu með viðeigandi fatnað til að geta leikið sér úti sama hvernig veðrið er.
Kveðja, Hrönn