VALMYND ×

Fréttir

Vikulok

1 af 4

Góðan dag.

Þá er fyrri viku Barnamenningarhátíðar lokið og það hefur verið mikið um að vera í tengslum við það. Á mánudag kom hún Sigga Soffía danshöfundur í heimsókn og kenndi miðstigi og unglingastigi danpor hátíðarinnar. Á þriðjudag og miðvikudag fór miðstig til Þingeyra til þess að taka þátt í verkefninu Krakkaveldi með nemendum frá Þingeyri og Flateyri. Á fimmtudag var síðan lokhátíð Krakkaveldis á Hrafnseyri. Boðið var upp á sýningu á verkum nemenda sem var mjög skemmtileg. Bæjarstjórinn fékk ahent blað frá nemendum þar sem kom fram óskri þeirra um umbætur í sveitafélaginu s.s. rennibrautir í allar sundlaugar og fá KFC og McDonalds vestur. 

Í næstu viku koma þær Eva Rún og Blær með listasmiðjuna Svakalegar sögur. Á föstudag verður síðan lokahátíð Barnamenningarhátíðarinnar haldin og stefnt er að við kíkjum á það. 

Ég vil þakka Fisherman en þeir styrktu okkur um rútu fyrir ferð á Þingeyri. 

 

kveðja Ása

Barnamenningarhátíð

Góða dag

Barnamenningarhátíðinn Púkinn er hafin og það er nóg að grea hér hjá okkur í því. Miðstigið er að taka þátt í verkefni á Þingeyri með nemendum frá Flateyri og Þingeyri. Á morgun fimmtudag verður síðan sýning á Hrafnseyri í tengslum við þetta verkefni. Sýninginn hefst klukkan 12:30 og ég hvet alla sem geta til að kíkja á þessa sýningu. 

Inn á heimasíðu barnamenningahátíðar http://www.pukinnhatid.is/   er margt að finna og nokkrir viðburðir í boði fyrir börn eftir skólatíma. Ég hvet ykkur til að skoða það. 

 

Helstu fréttir ikunnar 4. - 8. september

Þessi vika hefur gengi vel, nemendur eru komnir vel á stað í náminu. Veðrið hefur verið mjög gott þó að það hafi rignt eitthvað á okkur. Íþróttir eru út þennan mánuðinn

Í næstu viku hefst Barnamenningarhatíðinn Púkinn. Að sjálfsögðu tökum við þátt í því. Á mánudaginn kemur danshöfundur til okkar og mun kenna nemendur spor hátíðarinnar. Einnig mun miðstig taka þátt í Krakkaveldi með skólunum á Þimgeyri og Flateyri. Það er marg spennandi í boði. 

Njótið helgarinnar.

Kveðja Ása

Skólabyrjun

Góðan dag kæru foreldrara.

Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá hef ég tekið við skólastjórastöðu við Grunnskólann í 1.ár. Ég hlakka til vetrarins og vonast eftir góðu samstarfi við nemendur sem og foreldra. 

Umsjónakennarar vetrarins verða

Yngsta stig: Ólöf Birna Jensen

Miðstig: Sigurður Grétar Jökulsson

Elsta stig: Bryndis Ásta Birgisdóttir

 

 

Skólasetning

Góðan dag.

Skólasetning Grunnskólans á Suðureyri verður mánudaginn 21. ágúst 2023 í kirkjunni og hefst kl:11:00.

Við hlökkum til komandi skólaárs, samstarfsins við nemendur, foreldra og aðra í samfélaginu.

Litla íþróttahátíðin

1 af 3

Litla íþróttahátíðin fyrir 1. - 7. bekk var haldin í Súðavík 11. maí s.l. Grunnskólinn á Þingeyri og Flateyri tóku einnig þátt. Öllum nemendum var skipt upp í hópa sem flökkuðu á milli sjö stöðva þar sem hin ýmsu verkefni voru leyst. Krakkarnir skemmtu sér vel á þessari hátíð og fengu síðan pizzu í hádegismat. Takk fyrir okkur Grunnskólinn í Súðavík!

Heimsókn í Klofning

Miðstig fór í heimsókn í Klofning í dag. krakkarnir fengu góðar móttökur. Þau fengu að kynnast starfinu í Klofning og upplifa vinnsluna á eigin skinni. Sumir bíða spenntir eftir að fara að vinna þarna. Einnig fengu þau að sjá og upplifa hvernig verðmætin skapast og fengu upplýsingar um hversu mikið þau kostar á markaði ofl. 
Þau stóðu sig öll mjög vel og var hegðunin til fyrirmyndar. 

Sveitaferð miðstigs

Miðstigið skellti sér í sveitaferð í Dýrafjörðinn, nánar tiltekið í Hjarðardal þar sem sonur umsjónarkennarans er bóndi. Nemendur fengu fræðslu um verkefni sauðfjárbóndans í sveitinni. Sauðburður er hafinn í Hjarðadal og nemendur fengu að kynnast lömbunum sem komin eru. 

Umsjónarkennari grillaði hamborgara í hádegismat og krakkarnir skoðuðu nánasta umhverfi sveitarinna. Þessi ferð heppnaðist afskaplega vel og haft var á orði að í sveitinni væru allir vinir.  

Árshátíð

Í gær var Árshátíð Grunnskólans haldin í Félagsheimili Súgfirðinga. Nemendur sýndu leikritið Dýrin í Hálsaskógi við góðar undirtektir áhorfenda. Eftir seinni sýningu var haldið ball og allir nemendur skólans voru vel virk á dansgólfinu og skemmtu sér konunglega. Við þökkum öllum þeim sem komu á sýninguna. 

Fréttir af skólapeysum

Sæl öll. 

Samkvæmt nýjustu fréttum þá er von á að skólapeysurnar okkar fari í merkingu vikuna eftir páska. Við getum því átt von á þeim jafnvel vikuna eftir það.