VALMYND ×

Fréttir

Inni íþróttir og sund

Núna er inni leikfimi hafin og verður fram að vori. Nemendur þurfa að hafa með sér íþróttaföt og handklæði á mánudögum og miðvikudögum. Á þriðjudögum er sund og því er mikilvægt að muna eftir sundfötunum og handklæði á morgun.

Matseðill 5 okt.-9 okt

Mánudagur 5.okt

Kjuklingasúpa og brauð

þriðjudagur 6.okt

Fiskur i rspi, kartöflur, sósa og salat

Miðvikudagur 7.okt

PIZZA

Fimmtudagur 8.okt

Hakk og spaghetti, salat

Föstudagur 9.okt

Bleikja, kartöflur, dillsósa, grænmeti

Lestrarátak

Nú er komið að fyrsta lestrarátaki vetrarins, Fimmunni. Við byrjum í dag 1. október og líkur átakinu 23.október. Krakkarnir í 2. - 6. bekk munu taka þátt í þessu og fengu þau með sér heim í dag  blað sem nota skal í átakinu. Vonum að allir taki þátt og nái frábærum framförum. 

Matseðill 29.sept-2.okt

þriðjudagur 29.sept

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur, gulrætur, maltbrauð og smjörvi

Miðvikudagur 30.sept

Lambasnitzel, kartöflur, sósa, salat

Fimmtudagur 1.okt

Grjónagrautur og slátur, brauð með osti, grænmeti og ávaxtabitar

Föstudagur 2.okt

Fiskibuff, pasta og sósa, salat

 

Verði ykkur að góðu

Frí á mánudag.

Þá eru nemendur í 4. og 7. bekk búin í samræmdu könnunarprófunum í íslensku og stærðfræði. 

Í dag var doppótti dagurinn og höfðum við öll gaman af því.

Á mánudaginn 28. september er starfsdagur kennarar. Nemendur mæta því aftur í skólann þriðjudaginn 29. september samkvæmt stundaskrá.

Góða helgi.

Ýma tröllastelpa

Í dag fengu nemendur í 1. bekk bókina um tröllastelpuna Ýmu. Það er Prentmet sem gefur út bókina og gefur hana nemendum í 1. bekk í samstarfi við Olweusaráætlunina gegn einelti, en höfundur bókarinnar er Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir. Við hvetjum foreldra til að kynna sér verkefnið betur á heimasíðu Ýmu og í bréfi sem nemendur tóku með sér heim í dag.

Fréttir úr skólastarfi

10. bekkur í samræmdum prófum
10. bekkur í samræmdum prófum
1 af 7

Nemendur í 10. bekk þreyttu samræmt próf í stærðfræði í dag. Þau eru nú búin og á morgun (fimmtudag) er samræmt próf hjá 4. og 7. bekk í íslensku. Á föstudag er svo samræmt próf í stærðfræði hjá 4. og 7. bekk sem er síðasta samræmda prófið þetta árið.

Göngum í skólann hefur farið vel af stað og mikill meirihluti nemenda hefur gengið í skólann alla daga. Við hvetjum alla til að taka þátt. Það væri gaman ef allir nemendur gengu í skólann einhverja daga. Hægt er að skoða dagskrá HSV í hreyfiviku hér

Nemendur fengu ís í verðlaun fyrir frábæra frammistöðu í Norræna skólahlaupinu í síðustu viku en nemendur hlupu að meðaltali 7,31 km eða samtals 292,5 km sem er stórglæsileg frammistaða.

Matseðill 21 - 25 september

Mánudagur 21.sept

Skyr með rjóma, flattbrauð með hangikjöti, brauð með osti, grænmetibitar, ávextir

þriðjudagur 22.sept

Plokkfiskur, soðnar kartöflur, grænmeti (gulrætur, rófur, brokkoli), rugbrauð, ávexir

Miðvikudagur 23.sept

Kjötbollur (úr nautahakki), ofnbakaðar kartöflur, brúnsósa, rabarbarasulta, grænmeti og ávextir

Fimmtudagur 24.sept

Hafrabuff, cous-cous, salat, ávextir, sósa

Föstudagur 25.sept

Fiskur með osti, kartöflur, salat, tómatsósa, ávextir

 

Verði ykkur að góðu

Samræmd próf og Göngum í skólann

Í næstu viku eru samræmd próf!

10. bekkur mætir kl 09:00 og er til 12:00, mánudag í íslensku, þriðjudag í ensku og miðvikudag í stærðfræði.

4. og 7. bekkur mæta kl 08:00 og er til 12:30 fimmtudag í íslensku og föstudag í stærðfræði.

Aðrir dagar og kennsla hjá öðrum hópum er samkvæmt stundaskrá.

Frá og með mánudegi 21. september og næstu tvær vikur tökum við þátt í Göngum í skólann verkefninu. Við hvetjum alla nemendur til að ganga eða koma á hjólum í skólann. Þeir sem koma frá sveitunum í kring geta látið skutla sér inn fyrir bæjarmörkin og gengið síðan í skólann.

Bókagjöf í 1. bekk

Í dag fara nemendur í 1. bekk heim með blað sem þeir geta skilað inn á bókasafninu á Ísafirði og fengið bókina Nesti og nýir skór. Það eru félagssamtökin IBBY sem gefa öllum sex ára börnum á Íslandi bækurnar. Með gjöfinni vilja þau stuðla að lestrarmenningu barna.

Við þökkum IBBY kærlega fyrir gjöfina og hvetjum foreldra til að fara með börnin sín á bókasafnið, fá þessa bók og eyða jafnvel smá gæðatíma með þeim í að skoða og kynnast bókasafninu.

Hægt er að lesa nánar um verkefnið hér.