Fréttir
Jólaföndur
Á morgun miðvikudaginn 9. desember mun foreldrafélagið halda sitt árlega jólaföndur. Við ætlum að hittast í skólanum klukkan 16:30. Í boði verður ýmislegt sem hæfir öllum aldurshópum. Við viljum vekja athygli á að börn eru á ábyrgð foreldra. Það er von okkar að foreldrar og börn geti átt notarlega stund saman.
Með von um að sjá sem flesta stjórn foreldrafélagsins.
Skólinn er opinn
Skólinn er opinn og er allt á sínum stað nema nettengingin. Meðan netið er niðri þá er síminn niðri. Hægt er að hringja í 864-1390 sem er gsm sími skólans.
Foreldrar eru hvattir til að láta vita sem fyrst af forföllum. Mikilvægt er að þeir nemendur sem koma, fái fylgd alveg upp að dyrum. Sér í lagi yngri nemendur! Mjög hvasst er við Norður hlið skólans.
Skólinn er opin og við munum taka vel á móti öllum sem komast.
Vegna veðurs
Við viljum benda foreldrum á að skólinn verður opinn og það verður kennsla í fyrramálið. Sjáið hér.
Á sama tíma hvetjum við alla til að meta stöðuna og taka ákvörðun út frá eigin skynsemi og fyrirmælum frá almannavörnum og veðurstofu. Hafið það sem allra best í rafmagnsleysinu.
Matseðill 7-11 desember
Mánudagur 7.des
Grænmetisbuff, kuskus, salat, sinepsósa
Þriðjudagur 8.des
Soðinn fiskur, soðnar kartöflur og gænmeti, rugbrauð
Miðvikudagur 9.des
Lambakjöt í karrí, hrisgrjón, salat
Fimmtudagur 10.des
Súpa, heimabakað brauð, grænmeti- og ávaxtabitar
Föstudagur 11.des
Fiskur í kornflakes, kartöflur, grænmeti og sósa
Verði ykkur að góðu
Skólasund á morgun þann 8 desember.
Vegna vægast sagt slæmrar veðurspá á morgun 8 desember ætlum við að sleppa sundi þann daginn. Þess í stað ætlum við að hafa auka íþróttatíma eða fara út að leika, fer allt eftir veðri og vindum á morgun. Vill ég því byðja foreldra um að senda íþróttaföt og handklæði á morgun. Svo verður tekin staða á morgun hvort við verðum inni eða úti.
Með viðringu og vinsemd.
Húsgögn og heimsókn
Í gær komu slökkviliðsmenn og ræddu við nemendur í 2. og 3. bekk. Nemendur fengu bók og vasaljós að gjöf frá slökkviliðinu og hvetjum við foreldra til að skoða þessar bækur vel með nemendum. Í gær komu einnig fleiri húsgögn og voru eldri nemendur því ýmist að vinna í skólablaðinu eða að setja saman húsgögn í morgun. Myndir frá húsgagnasamsetningu og heimsókn slökkviliðs má skoða hér.
Foreldradagur í skólanum
Mánudaginn 7. desember bjóðum við foreldra sérstaklega velkomna í skólann. Foreldrar eru að sjálfsögðu alltaf velkomnir í skólann, en sú hefð hefur verið að bjóða þá sérstaklega velkomna í skólann einn dag í desember.
Við hvetjum því foreldra, systkini, ömmur og afa til að kíkja við og heilsa upp á okkur.
Pólsku kennsla / Nauka języka polskiego
Eftir áramót hefst pólskukennsla við skólann. Í kvöld (miðvikudag) kl 18:00 verður fundur fyrir foreldra í skólanum með Janusz Frach sem mun sjá um tímana. Foreldar nemenda með pólsku sem móðurmál eru hvattir til að koma og kynna sér fyrirkomulagið.
Po przerwie świątecznej będą lekcje języka polskiego. Dziś wieczorem (środa) o godzinie 18:00 będzie zebranie w szkole z Januszem Frach nauczycielem języka polskiego. Rodziców dzieci co mają polski jako język ojczysty zachęcamy by przyszli i przedstawili sobie ustalenia.
Söngur og endurskinsmerki
Nemendur í Grunnskólanum á Suðureyri tóku þátt í degi íslenskrar tónlistar og sungu með útvarpinu í gær krummi krunkar úti, bláu augun þín og í síðasta skipti. Þau fengu einnig gefins endurskinsmerki frá Klofningi. Núna er einmitt kominn sá tími þar sem mikilvægt er að nota endurskin á klæðnaði enda dagurinn orðinn frekar stuttur. Myndir frá deginum má nálgast hér.