Fréttir
Sveitaferð miðstigs
Miðstigið skellti sér í sveitaferð í Dýrafjörðinn, nánar tiltekið í Hjarðardal þar sem sonur umsjónarkennarans er bóndi. Nemendur fengu fræðslu um verkefni sauðfjárbóndans í sveitinni. Sauðburður er hafinn í Hjarðadal og nemendur fengu að kynnast lömbunum sem komin eru.
Umsjónarkennari grillaði hamborgara í hádegismat og krakkarnir skoðuðu nánasta umhverfi sveitarinna. Þessi ferð heppnaðist afskaplega vel og haft var á orði að í sveitinni væru allir vinir.
Árshátíð
Í gær var Árshátíð Grunnskólans haldin í Félagsheimili Súgfirðinga. Nemendur sýndu leikritið Dýrin í Hálsaskógi við góðar undirtektir áhorfenda. Eftir seinni sýningu var haldið ball og allir nemendur skólans voru vel virk á dansgólfinu og skemmtu sér konunglega. Við þökkum öllum þeim sem komu á sýninguna.
Fréttir af skólapeysum
Sæl öll.
Samkvæmt nýjustu fréttum þá er von á að skólapeysurnar okkar fari í merkingu vikuna eftir páska. Við getum því átt von á þeim jafnvel vikuna eftir það.
matseðill vikuna 27. -31. mars.
Mánudagur: Grautur, brauð
Þriðjudagur: Soðinn fiskur, kartöflur, salat
Miðvikudagur: kjötfarsbollur, kartöflur og grænmeti
Fimmtudagur: Kjötsúpa
Föstudagur: Steiktur fiskur, sósa og salat.
Árshátíð seinkað
Vegna mikilla anna hjá nemendum og kennurum höfum við ákveðið að fresta árshátíð skólans til 27. apríl.
Mín Framtíð 2023
Vel hefur gengið hjá nemendum okkar í 9. - 10.bekk á ferð sinni til Reykjavíkur á sýninguna Mín Framtíð. Þar eru 30 framhaldsskólar að kynna sitt námsframboð. Einnig er á sama tíma haldið Íslandsmót Iðn- og verkgreina. Grunnskólinn á Þingeyri er einnig með í för. Hópurinn fór að skoða Alþingi í dag.
Skipulag vegna framkvæmda
Skólinn verður lokaður mánudag til miðvikudags í næstu viku á meðan kennara og starfmenn pakka niður skólanum og undirbúa hann fyrir framkvæmdir. Kennsla hefst á nýjum stað fimmtudaginn 23. mars.
Yngsta stig
Fáum aðra deildina á leikskólanum. Flytjum borð, stóla og námsgögn með okkur- þurfum jafnvel aðstoð við það.
Linda og Adda verða stuðningsfulltrúar þar
Miðstig
Fara í Sunnuhlíð eða Bjarnaborg?
Gerum nýja stundatöflu utan um starfsemi sem er nú þegar í Sunnuhlíð ef við förum þangað.
Frímínútur geta verið á sumarróló og skólalóð
Emilia verður stuðningsfulltrúi
Hádegismatur í leikskólanum kl 12
Unglingastig
Fjarkennsla
Mataráskrift fellur niður
Íþróttir og sund helst óbreytt
Nýleg rannsókn um notkun spjaldtölva í námi
Þar sem við notun spjaldtölvur í kennslu hjá okkur vildi ég benda ykkur á nýja rannsókn sem Háskóli Íslands var að gera um notkun spjaldtölva í námi.
"Sem dæmi um niðurstöður má nefna að nemendur eru yfirleitt ánægðir og áhugasamir um nám með spjaldtölvum og spjaldtölvunotkun eykur persónulega færni og lykilhæfni af ýmsum toga. Flestir kennarar telja spjaldtölvur koma að miklu gagni við einstaklingsmiðað nám og með innleiðingu þeirra hefur stafrænum verkfærum til náms fjölgað. Nemendur eru sjálfstæðari við nám og val nemenda hefur aukist á námsefni og við upplýsingaleit. Jafnframt hefur sköpun eflst í flestum námsgreinum með tilkomu spjaldtölvanna."
Bætt nethegðun
Bætt nethegðun
Lalli Töframaður heimsótti 5. - 10. bekk í dag og fræddi þau um bætta nethegðun.
Verkefnið SmartBus, unnið af Insight og Huawei í samstarfi við Heimili og Skóla og SAFT, hefur verið í gangi frá árinu 2020. Verkefnið hefur það að markmiði að vekja nemendur til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu. Með upplýsingum, myndum og spurningum eru þátttakendur látnir velta fyrir sér tækifærum og áhættu sem þeir upplifa í stafrænu umhverfi og hvernig þeir eiga samskipti við aðra í þessu rými.
Könnun SmartBus skilar okkur mjög góðum upplýsingum um hegðun barna 11 til 15 ára á netinu. Síðan árið 2020 hafa rúmlega 2000 nemendur svarað könnuninni, og niðurstöður verið greindar í tveimur skýrslum. Könnunin hjálpar SAFT, Heimili og Skóla, og öðrum hagsmunaraðilum að skilja stöðu barna á Íslandi hvað varðar áhættsama hegðun á samfélagsmiðlum, kunnáttu barna um netöryggi og um réttindi annarra, miðað við börn á öðrum Norðurlöndum. SmartBus er framkvæmt í Finnlandi, Svíþjóð (árið 2023), Hollandi og Belgíu.