VALMYND ×

Fréttir

Matseðill 30.október - 3.nóvember

Mánudagur

Grjónagrautur, slátur, brauð með áleggi, grænmeti, ávextir

Þriðjudagur

Soðinn fiskur, soðnar kartöflur, soðnar grænmeti, rugbrauð, ávextir

Miðvikudagur

Nautakjötbollur, brún sósa, kartöflur, salat, ávextir

Fimmtudagur

Plokkfiskur, rugbrauð, grænmeti og ávextir

Föstudagur

???

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU

Stóra íþróttahátíðin 2017

Stóra íþróttahátíðin fer fram á morgun í Bolungarvík. Nemendur okkar í eldri hóp hitta þar fyrir samaldra sína frá Drangsnesi, Flateyri, Ísafirði, Reykhólum, Súðavík, Þingeyri og auðvitað Bolungarvík. Allir fengu að velja þær íþróttagreinar sem þeir vildu taka þátt í og síðan var valið af handarhófi í hópa og nemendur því í blönduðum hópum. Okkar nemendur skráðu sig í allskonar viðburði. M.a. fótbolta, körfubolta og skotbolta. Hátíðin verður sett kl 10:00 á morgun og stendur yfir til 18:40 annað kvöld. Bryndís og Þormóður sjá um akstur. Nokkrir nemendur hafa þegar ákveðið að fara á körfuboltaleik að leikunum loknum.

Matseðill 23-27.október

Mánudagur

vetrarfrí

Þriðjudagur

PIZZA, ananas

Miðvikudagur

Lambagúllas, hrisgrjón, salat, ávextir

Fimmtudagur

Spaghettisúpa, hvitlauksbrauð, ávextir

Föstudagur

Fiskur í ofni, kartöflur, grænmeti, ávextir

Skólaheimsókn

1 af 3

Í dag fóru nemendur í 1. og 2. bekk í heimsókn á leikskólann Tjarnarbæ. Þetta er liður í samstarfi milli skólastiganna. Nemendur í 1. og 2. bekk ásamt væntanlegum nemendum næsta árs spiluðu spil og þrautir í tenglsum við lestrarnámið. Mikil spenna var í hópnum og unnu allir vel saman.  Síðar munu þessir væntanlegu nemendur kíkja í heimsókn hingað í Grunnskólann.

Núvitund í uppeldi barna

Fimmtudaginn 9. nóvember kl: 19:30 - 22:00 mun Bryndís Jóna Jónsdóttir núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu halda námskeið fyrir foreldra í salnum á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu.

Námskeiðið er á vegum skóla og frístundarsviðs, foreldrum að kostnaðarlausu en foreldrar þurfa að skrá sig hjá Guðrúnu skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar. Sendið nafn, netfang og símanúmer á gudrunbi@isafjordur.is.

 

Opnið fréttina til að lesa meira.


Meira

Vetrarfrí

Á morgun föstudag 20. okt. og á mánudaginn 23. okt. er vetrarfrí í skólanum. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá á þriðjudaginn 24. október.

 

Njótið samverunnar :)

Heimsókn frá Björgunarsveitinni Björg

Yngri hópur fékk mjög svo skemmtilega heimsókn um daginn frá Björgunarsveitinni. Þau hafa verið að læra um hafið undanfarnar vikur, líf í hafinu, fiskveiðar og svo núna öryggi á sjó. Eftir að hafa lært um starf björgunarsveitar og þá miklu vinnu sem björgunarsveitarmeðlimir leggja á sig í þágu almennings tóku þau ákvörðun um að skrifa björgunarsveitinni bréf og þakka þeim fyrir allt sem þeir gera fyrir okkur íbúana á Suðureyri. Síðan kom hann Valur í heimsókn og nemendur fengu að prufa hjálminn hans og ljósið og læra um sögu Björgunarsveitarinnar Bjargar og bíða öll spennt eftir nýjum bát sem von er á í byrjun næsta mánaðar. Í lokin fengu svo allir lyklakyppu að gjöf og voru þau mjög þakklát fyrir. 

Takk fyrir okkur Björgunarsveitin Björg. 

19. Október

Það vantar ekkert upp á útsýnið þessa dagana
Það vantar ekkert upp á útsýnið þessa dagana

Vegna starfsmannafundar allra starfsmanna Ísafjarðarbæjar fimmtudaginn 19. október ljúkum við kennslu fyrir hádegi. Nemendur fá hádegismat fyrir hádegi og verða allir á heimleið um kl 12:00. Starfsmenn Ísafjaðarbæjar hittast á Torfnesi 12:30 og verða fram eftir degi að vinna að þjónustustefnu Ísafjarðarbæjar.

Matseðill 16-20.október

Mánudagur


Kjuklinga- og pastasúpa, brauðteningar, ávextir


Þriðjudagur


Spínatfiskur, kartöflur, grænmetisalat, ávextir


Miðvikudagur


Heitt slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti, ávextir


Fimmtudagur


Súkkulaði skyr, samloka með osti, ávextir


Föstudagur


Vetrarfrí

Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar

Á morgun þriðjudag 17. okt. kl 17:00 verður haldinn fundur í skólanum vegna endurskoðunar á skólastefnu Ísafjarðarbæjar. Aðstandendur og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma og taka þátt í vinnu við endurskoðun á skólastefnunni. Fjölmennum og höfum áhrif!

Hér er hægt að skoða núverandi skólastefnu.