VALMYND ×

Fréttir

Skólaslit

Í dag fóru fram skólaslit grunnskólans og mættu nemendur og aðstandendur og tóku við einkunnum. Nemendur sem hafa stundað nám í pólsku í vetur fengu bók að gjöf frá pólska sendiráðinu. Útskriftarnemendur fengu gjöf frá foreldrafélagi og skóla. Nokkrir nemendur á unglingastigi fengu svo viðurkenningar fyrir góðan árangur í vetur. Einnig voru tvö börn fædd 2011 innrituð í skólann.

 

Við þökkum nemendum og aðstandendum fyrir gott skólaár og óskum öllum gleðilegs sumars.

Skólasýning

Í ár var skólasýningin með öðru sniði. Í tilefni þess að Háskólalestin var á Suðureyri færðum við hana á laugardag og fengum leikskólann með okkur og héldum skólasýningu leik- og grunnskóla hátíðlega saman í grunnskólanum.

Dagurinn var í alla staði frábær. Nemendur sýndu muni og verkefni sem þau hafa unnið í vetur ásamt því að allir skemmtu sér konunglega í þeim fjölmörgu verkefnum sem í boði voru hjá Háskólalestinni. Kaffisalan gekk framar vonum hjá nemendaráðinu og kunnum við þeim og öðrum sem lögðu okkur lið með fjölbreyttum og gómsætum réttum sérstakar þakkir.

Hér má skoða myndir frá skólasýningunni.

 

Ég þakka nemendum, foreldrum, öðrum gestum og starfsfólki kærlega fyrir frábærann dag.

Útivistarþema og skólaslit

Við minnum foreldra og nemendur á að vera klædd eftir veðri og að vera vel nestuð.

Dagskrá næstu daga:

Mánudagur 22. maí -     Vorhreinsun og gróðursetning nemenda.

Þriðjudagur 23. maí -     Vorferðir nemenda.

Miðvikudagur 24. maí -   Ratleikur, sund og grill.

Fimmtudagur 25. maí -   Uppstigningardagur.

Föstudagur 26. maí -      Skólaslit, 1. - 6. bekkur kl 11:00 og 7. - 10. bekkur 17:30. Skráning nemenda í 1. bekk fyrir skólaárið 2017 - 2018 fer fram kl 13:00.

 

Fræðandi og frábær dagur

Í dag fóru nemendur í 5. - 10. bekk á Flateyri þar sem þeir hittu nemendur frá Flateyri og Þingeyri og tóku þátt í Háskóla unga fólksins.

Dagurinn var alveg frábær. Nemendur voru áhugasamir og samfélaginu til sóma. Þau skemmtu sér konunglega við tilraunir í eðlis- og efnafræði, þar sem þau mældu C-Vítamín innihald með joði og hárþykkt með laser. Beygðu og sveigðu ljós og notuðu rauðkál sem litvísir. Þau lærðu hvernig á að taka viðtal og hvernig góð frétt er unnin. Smíðuðu vindmillu og fræddust um loftsteina og svarthol auk þess að skoða sólargos með sjónauka. Þetta er aðeins brot af því sem þau tóku sér fyrir hendur og hvet ég foreldra og forráðamenn til að fá nemendur til að segja sér frá deginum.

Hér má skoða myndir frá deginum.

 

Ég hlakka til að sjá alla sem hafa tök á því í skólanum á morgun á Skólasýningu og Háskólalestinni.

Matseðill 22-23 maí

Mánudagur Skyr brauð með osti/eggjum

Þriðjudagur PIZZA!!  Síðasti dagurinn í mötuneyti.

 

Takk fyrir veturinn kæru krakkar og kennarar. Vona að ykkur hafi líkað vel við matseldina. Ég gerði mitt besta :) Emilia kemur svo aftur til vinnu 1. júní og mun svo sjá um matseldina aftur á næsta skólaári. :)

Bestu þakkir og kveðja, Petra

Heimsókn

1 af 4

Í vetur hafa væntanlegir fyrstu bekkingar komið í heimsókn til okkar í skólann. Samstarf milli skólastiganna hefur verið með því fyrirkomulagi að í haust skiptumst við á að fara í heimsókn, við í leikskólann og þær í heimsókn til okkar. Nú í vor hafa þær komið reglulega í heimsókn til okkar í grunnskólann og fengið að kynnast ólíkum námsgreinum. Hefur þetta fyrirkomulag gengið mjög vel. Þetta eru flottar stelpur og hlakka ég til á fá þær til okkar í skólann í haust.

Skólasýning og Háskólalest á Suðureyri

Laugardaginn 20. maí frá klukkan 13:00 til 15:00. Verður skólasýning leikskólans og grunnskólans í íþróttahúsinu og grunnskólanum. Á sama tíma eða frá 11:00 til 15:00 verður Háskólalestin í íþróttasalnum og skólanum. Kaffisala verður í yngri hópa stofunni frá 13:00 til 15:00 og kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn, en frítt er fyrir nemendur í grunnskólanum á Suðureyri og Tjarnabæ. Allur ágóði af kaffisölunni rennur í ferðasjóð nemenda og til foreldrafélag leikskólans.

Háskólalestin ferðast um landið með lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og býður einnig upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Í Háskólalestinni eru valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir grunnskólanemendur, og jafnvel leikskólabörn og framhaldsskólanemendur. Haldnar eru vísindaveislur fyrir alla heimamenn með stjörnuveri, sýnitilraunum, mælingum og pælingum, og frábærum efnafræðitilraunum. Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna.

Fjölmenningarhátíð foreldrafélaga leik- og grunnskóla

Um 140 manns fylltu félagsheimilið á föstudagskvöldi til að fagna fjölmenningunni. Foreldrafélag leik- og grunnskólans skipulagði þar glæsilega hátíð sneisafulla af skemmtiatriðum og ljúffengum mat. Við innganginn voru básar þar sem mátti kynna sér ýmislegt menningartengt frá þeim þjóðum sem mynda okkar litla fallega samfélag. Nemendur leik- og grunnskóla Suðureyrar voru svo í aðalhlutverki í söng, dans, leik og upplestri með fjölmörg atriði á öllum þeim tungumálum sem prýða samfélagið í Súgandafirði. Á milli atriða gæddu gestir sér á gómsætu hlaðborði með mat frá Filippseyjum, Íslandi, Pólandi og Tælandi. Hátíðin var einkar vel heppnuð og það voru saddir og sælir gestir sem yfirgáfu félagsheimilið eftir frábært kvöld. Þessi stórglæsilega hátíð, vinnan sem stjórnir foreldrafélagana og foreldrar lögðu á sig er samfélagi okkar til mikils sóma.

 

Hér má skoða nokkrar myndir frá kvöldinu.

 

Fögnum fjölbreytileikanum!

Matseðill 15-19 maí

Mánudagur grjónagrautur, kanill, rúsínur, slátur, brauð með osti/tómat

 

Þriðjudagur Fiskréttur með hrísgrjónum og grænmeti, ferskt salat

 

Miðvikudagur kjúklingaleggir, steiktar kartöflur (sætar og venjulegar) kokteilsósa, salat.

 

Fimmtudagur Stroganoff, kartöflumús og salat

 

                                                                           Föstudagur soðinn fiskur, soðið grænmeti, soðnar kartöflur

 

 

Reiðhjólahjálmar

Í dag fengi fyrstu bekkingar afhenta reiðhjólahjálma frá Kiwanis og Eimskip. Það var hann Ævar Einarsson sem kom og afhenti nemendum þá. Krakkarnir urðu mjög glaðir og þökkuðu fyrir sig,