,,Stillum saman strengi"
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Meira
Halla Birgisdóttir kom og hitti 7. til 10. bekk í dag í tilefni degi myndlistar. Heimsókn Höllu er hluti af verkefni sambands íslenskra myndlistamanna sem gengur út á að listamenn heimsæki skóla eða skólar fari og heimsæki myndlistarmenn.
Halla ræddi við nemendur um tilgang listar og fór yfir hvernig list hún skapar. Leið hennar að listinni, en hún setti sér t.d. það markmið að teikna eina mynd á hverjum degi. Halla teiknar myndir, býr til bækur með myndum og texta við þær og gerir stutt myndbönd þar sem teikningar hennar hreyfast.
Halla hvatti nemendur til að fara á listsýningar og rækta þá list sem þau hafa áhuga á. Við þökkum Höllu kærlega fyrir heimsóknina.
Í dag fóru nemendur í 1. - 4. bekk í spilahringekju. Nemendum var skipt í fjóra hópa og spilað á hverju borði í 15 - 20 mínútur. Síðan var skipt og reynt var að spil a á öllum borðum. Það er alltaf jafn gaman að spila en þau spil sem spiluð voru að þessu sinni voru Lúdó, Mimiq, spilastokkur og jólasveinaspil.
Þann 29. nóvember n.k verður haldið „hvað get ég gert“ námskeið fyrir foreldra. Árný Ingvarsdóttir sálfræðingur og höfundur bókanna sem hefjast á ,,Hvað get ég gert“ og eru ætlaðar nemendum frá 6-11 ára til að fást við ýmis vandamál. Bækurnar eru ætlaðar til að vinna með fullorðnum og við bjóðum foreldrum upp á námskeið til að geta unnið með þessar bækur með börnum sínum.
Klukkan 17:30 verður fjallað um hvernig er árangursríkast að vinna með bókina ,,Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur“ sem er ætluð börnum sem glíma við kvíða.
Klukkan 20:00 verður fjallað um hvernig best er nota bókina ,,Hvað get ég gert þegar reiði tekur völdin“.
Námskeiðin eru ætluð foreldrum sem vilja vinna með þessi atriði með börnum sínum og eru foreldrum að kostnaðarlausu.
Námskeiðin verða haldin í Grunnskólanum á Ísafirði.
Frétt uppfærð 08.11.17
ATH Breytt dagsetning 29. nóv. (í stað 22. nóv)
Mánudagur
Kjötsúpa, brauð, ávextir
Þridjudagur
Fiskur í raspi, soðnar kartöflur, grænmetissalat, ávextir
Miðvikudagur
Kjuklingabringa í rjómaostasósu, hrisgrjón, grænmeti, ávextir
Fimmtudagur
Kindabjúga, kartöflumús, grænar baunir, ávextir
Föstudagur
Pólsk hátið!!!
Við hvetjum foreldra og til að skrá sig á Núvitund í uppeldi barna.
Fimmtudaginn 9. nóvember kl: 19:30 - 22:00 mun Bryndís Jóna Jónsdóttir núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu halda námskeið fyrir foreldra í salnum á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu.
Námskeiðið er á vegum skóla og frístundarsviðs, foreldrum að kostnaðarlausu en foreldrar þurfa að skrá sig hjá Guðrúnu skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar. Sendið nafn, netfang og símanúmer á gudrunbi@isafjordur.is.
Hér er hægt að lesa meira um námskeiðið.
Við byrjuðum í haust að nota mentor kerfið til að halda utan um skráningar og námsframvindu nemenda. Við erum sjálf að læra á kerfið og temja okkur notkun þess.
Nemendur á mið og eldra stigi eru farnir að nota mentor og nú er komið að foreldrum. Í tilefni þess gerði ég stutt kynningarmyndband þar sem farið er yfir hvernig foreldrar skrá sig inn á mentor og það sem við hvetjum foreldra til að skoða og fylgjast með í kerfinu.
Hér er hægt að nálgast myndbandið á youtube.
Mánudagur
Grjónagrautur, slátur, brauð með áleggi, grænmeti, ávextir
Þriðjudagur
Soðinn fiskur, soðnar kartöflur, soðnar grænmeti, rugbrauð, ávextir
Miðvikudagur
Nautakjötbollur, brún sósa, kartöflur, salat, ávextir
Fimmtudagur
Plokkfiskur, rugbrauð, grænmeti og ávextir
Föstudagur
???
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU
Stóra íþróttahátíðin fer fram á morgun í Bolungarvík. Nemendur okkar í eldri hóp hitta þar fyrir samaldra sína frá Drangsnesi, Flateyri, Ísafirði, Reykhólum, Súðavík, Þingeyri og auðvitað Bolungarvík. Allir fengu að velja þær íþróttagreinar sem þeir vildu taka þátt í og síðan var valið af handarhófi í hópa og nemendur því í blönduðum hópum. Okkar nemendur skráðu sig í allskonar viðburði. M.a. fótbolta, körfubolta og skotbolta. Hátíðin verður sett kl 10:00 á morgun og stendur yfir til 18:40 annað kvöld. Bryndís og Þormóður sjá um akstur. Nokkrir nemendur hafa þegar ákveðið að fara á körfuboltaleik að leikunum loknum.