Fréttir
Börn hjálpa börnum.
Fjölmenningahátíð
Föstudaginn 12. maí verður fjölmenningarhátíð foreldrafélaga Grunnskólans og leikskólans Tjarnabæjar haldin í Félagsheimilinu og hefst klukkan 18:00. Markmið með þessari hátíð er að fagna þeim fjölbreytileika sem við höfum hér, kynnast ólíkum menningarheimum ásamt því að hafa gaman. Boðið verður upp á mat frá Íslandi, Tælandi, Filipseyjum og Póllandi ásamt skemmtiatriðum. Aðgangseyri er 1000 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn.
Nemendur fengu miða heim í dag til þess að skrá sig á þessa hátíð.
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn foreldrafélaganna.
Matseðill 8-12 maí 2017
Mánudagur Rótargrænmetissúpa, brauð með áleggi, ávextir, vatn og mjólk að drekka
Þriðjudagur Fiskbollur, soðnar kartöflur, rifið ferskt grænmeti, ávextir, vatn og mjólk að drekka
Miðvikudagur Tortilla með hakki, grænmeti, salsa, sýrðum rjóma, ávextir, vatn og mjólk að drekka
Fimmtudagur kjúklingalasagne, hvítlauksbrauð, salat, ávextir, vatn og mjólk að drekka
Föstudagur Gufusoðinn fiskur með osti, rifið ferskt grænmeti, soðnar kartöflur, ávextir, mjólk og vatn að drekka
Verði ykkur að góður
Marita fræðsla fyrir unglinga
Í dag hittust nemendur á unglingastigi frá Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og Súðavík í grunnskólanum á Suðureyri og hlýddu á fræðslu- og forvarnarerindi um vímuefni í boði Vá Vest hópsins. Magnús Stefánsson frá Marita kom í heimsókn og hélt erindi fyrir nemendur.Við þökkum Vá Vest, Magnúsi og gestum okkar frá skólunum í kring kærlega fyrri komuna.
Við hvetjum jafnframt foreldra til að ræða við börn sín um erindið.
Námskeið/fundur með foreldrum
Á morgun miðvikudag í Grunnskólanum á Suðureyri kl 17:00 verður í boði fyrir foreldra og nemendur á miðstigi á Suðureyri og Flateyri fundur með Magnúsi Stefánssyni.
Hann býður upp á fræðslustund um meðferð og umgengni við netið, snjalltækin og samskiptamiðla fyrir foreldra og börn.
Ofnotkun á tölvum og snjalltækjum er vaxandi vandamál og mikilvægt er að við foreldrar stýrum notkun barnanna okkar á þessum tækjum.
Við munum á þessum fundi skoða framsetningu á ýmsum vörum í gegnum tíðina og velta fyrir okkur hvort auglýsingar segi okkur allan sannleikann. Einnig skoðum við skynsamlega notkun á tölvum og snjalltækjum, hvað rannsóknir segja um mikla netnotkun og möguleg líkamleg áhrif ofnotkunnar snjalltækja.
Skoðuð verða dæmi um hversu auðvelt er að þykjast vera annar en maður er og hversu auðvelt það er að misnota þessa tækni. Tölvuleikir og öpp, svo sem Instagram, Snapchat, Musical.ly, Facebook og fl. verða einnig rædd.
Við minnum einnig á fund í stjórnsýsluhúsinu fyrir alla foreldra kl 20:00 3. maí. Sjá nánar hér.
1. maí
Nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 2. maí kl 08:00.
1. maí er hátíðisdagur verkalýðsins. Hann er búin að vera lögskipaður frídagur síðan 1972. Þó hafa íslendingar gegnið kröfugöngur síðan 1923 fyrsta maí.
Dagskrá 1. maí á Suðureyri
Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14 og boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar.
Ræða dagsins: Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Tónlist og söngur barna. Dúettinn Between Moutains.
Kaffiveitingar í félagsheimili Súgfirðinga.
Matseðill 2 maí-5 maí
Þriðjudagur Grænmetisbuff, hrísgrjón, ferskt salat, vatn og mjólk að drekka, ávextir
Miðvikudagur Lambasnitzel, steiktar kartöflur, rauðkál, salat og sósa, vatn og mjólk að drekka, ávextir
Fimmtudagur Pylsupasta með beikoni, ferskt salat, hvítlauksbrauð, mjólk og vatn að drekka, ávextir
Föstudagur soðinn fiskur, soðið grænmeti, soðnar kartöflur, rúgbrauð, mjólk og vatn að drekka, ávextir
Fundur fyrir foreldra og forráðamenn
Hvenær er besti tími dagsins til þess að ala upp barn?
Fundur fyrir foreldra/forráðamenn þann 3. maí kl 20:00. Fræðslan fer fram á fjórðu hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði og við hvetjum foreldra og forráðamenn eindregið til þess að mæta.
Lesið meira um fundinn í fréttinni.
Meira