Fréttir
Göngum í skólann
Mánudaginn 11. september hefst hið árlega átak Göngum í skólann í Grunnskólanum á Suðureyri. Göngum í skólann var sett af stað í gær á landsvísu. Grunnskólinn á Suðureyri ætlar líkt og undanfarin ár að taka þátt með því að leggja áherslu á að nemendur komi gangandi eða hjólandi í skólann í tvær vikur 11. - 22. september. Við hvetjum foreldra og nemendur til þess að sleppa öllum akstri til skóla á meðan á átakinu stendur. Þeir sem koma lengra að geta t.d. hleypt nemendum út við sumarróló eða leikskólann.
Leikjakvöld
Útiíþróttir
Á meðan veður leyfir, í það minnsta út september verða útiíþróttir alla daga. Nemendur eiga að mæta með föt sem hæfa veðri hverju sinni auk handklæða. Eldri nemendur taka með sér föt alla daga en yngri nemendur fara ekki í sturtu á fimmtudögum og eru því í rólegri tíma á fimmtudögum.
Sundkennsla fer fram í lotum og reiknum við með að fyrsta lotan verði innan tíðar. Foreldrar og nemendur fá tilkynningu þegar að því kemur.
Erlendur kennari í heimsókn
Agnieszka Malkin kom og heimsótti skólann okkar í dag alla leið frá Póllandi. Hún er að vinna rannsókn sem ber enska heitið ,,The Utilisation of Internal and External Space within Schools in Iceland“. Agnieszka var mjög hrifin af skólanum og umhverfi hans. Við þökkum henni kærlega fyrir heimsóknina og áhugavert spjall um skóla og menntamál.
Skólasetning og nýir starfsmenn
Í dag er skólasetning og markmiðsviðtöl í skólanum. Þeir foreldrar sem komast ekki eða hafa ekki fengið tíma hjá umsjónarkennara eru beðnir um að hafa samband við skólann.
Tveir nýir starfsmenn hafa hafið störf við skólann. Það eru þær Aldís Jóna Haraldsdóttir og Sædís Ólöf Þórisdóttir og bjóðum við þær velkomnar.
Grunnskólinn á Suðureyri - Ræsting
Meira
Skóladagatal 2017-2018
Skóladagatal Grunnskólans á Suðureyri er nú aðgengilegt á heimasíðu skólans hér eða í valmynd hér vinstra megin við fréttirnar.
Skólasetning fer fram með viðtölum líkt og undanfarin ár miðvikudaginn 23. ágúst.
Gleðilegt sumar :)
Skólaslit
Í dag fóru fram skólaslit grunnskólans og mættu nemendur og aðstandendur og tóku við einkunnum. Nemendur sem hafa stundað nám í pólsku í vetur fengu bók að gjöf frá pólska sendiráðinu. Útskriftarnemendur fengu gjöf frá foreldrafélagi og skóla. Nokkrir nemendur á unglingastigi fengu svo viðurkenningar fyrir góðan árangur í vetur. Einnig voru tvö börn fædd 2011 innrituð í skólann.
Við þökkum nemendum og aðstandendum fyrir gott skólaár og óskum öllum gleðilegs sumars.
Skólasýning
Í ár var skólasýningin með öðru sniði. Í tilefni þess að Háskólalestin var á Suðureyri færðum við hana á laugardag og fengum leikskólann með okkur og héldum skólasýningu leik- og grunnskóla hátíðlega saman í grunnskólanum.
Dagurinn var í alla staði frábær. Nemendur sýndu muni og verkefni sem þau hafa unnið í vetur ásamt því að allir skemmtu sér konunglega í þeim fjölmörgu verkefnum sem í boði voru hjá Háskólalestinni. Kaffisalan gekk framar vonum hjá nemendaráðinu og kunnum við þeim og öðrum sem lögðu okkur lið með fjölbreyttum og gómsætum réttum sérstakar þakkir.
Hér má skoða myndir frá skólasýningunni.
Ég þakka nemendum, foreldrum, öðrum gestum og starfsfólki kærlega fyrir frábærann dag.