VALMYND ×

Fréttir

Samræmd könnunarpróf

1 af 4

Í dag luku nemendur í 9. og 10. bekk við samræmd próf í stærðfræði og ensku en þau höfðu á miðvikudag lokið við íslensku og byrjað á ensku prófinu.

 

Við ákvöðum í ár að bjóða nemendum fyrst í morgunmat í skólanum áður en prófin hófust og mældist það vel fyrir.

 

Engin stendur og fellur með útkomunni í samræmdum prófum, en það er mikilvægt að sýna í öllum verkum sem maður tekur sér fyrir hendur, metnað og reyna alltaf að gera sitt besta.

Matseðill 13 mars- 17 mars 2017

Mánudagur Grjónagrautur, slátur, brauð með smjöri, osti, tómat, vatn og mjólk að drekka

 

Þriðjudagur Soðinn fiskur, soðið grænmeti, kartöflur og sólkjarnarúgbrauð, vatn og mjólk að drekka

 

Miðvikudagur Pastaréttur með skinku og grænmeti, grillað brauð, vatn og mjólk að drekka

 

Fimmtudagur Taco vefjur með hakki, grænmeti, sýrður rjómi og salsa, vatn og mjólk að drekka

 

Föstudagur Plokkfiskur, soðið grænmeti og rúgbrauð með smjöri, vatn og mjólk að drekka

 

Samræmd próf

Á morgun, miðvikudag verður samræmt próf fyrir 9. og 10. bekk í íslensku og ensku. Nemendur mæta kl 08:00 og borða morgunmat saman í skólanum áður en þeir þreyta prófið. Að prófi loknu mega nemendur fara heim.

 

Á föstudaginn er seinna prófið. Þá fara nemendur í stærðfræði og ensku. En ensku prófinu er skipt í tvennt. Við mætum aftur kl 08:00 og fáum okkur morgunmat fyrir prófið og að prófinu loknu mega nemendur fara heim.

 

Hvort próf er 150 mínútur. Nánari upplýsingar um prófin má finna hér.

Matseðill 6 mars - 10 mars 2017

Mánudagur Grænmetissúpa með pasta og brauðbollur með smjöri, osti og gúrku-vatn og mjólk að drekka

Þriðjudagur Steiktur fiskur í raspi, soðnar kartöflur, salat og remúlaði-vatn og mjólk að drekka

Miðvikudagur Kjöt í sósu með grænmeti, steiktar kartöflur, salat-vatn-mjólk að drekka

Fimmtudagur Kjúklingaleggir, sætar kartöflufranskar, sósa úr sýrðum rjóma og salat-vatn og mjólk að drekka

Föstudagur Fiskibollur, hrísgrjón, salat og karrýsósa-vatn og mjólk að drekka

 

Vetrarfrí

Miðvikudag, fimmtudag og föstudag er vetrarfrí í skólanum. Við óskum nemendum og foreldrum góðrar helgar og hlökkum til að sjá alla hressa á mánudaginn 6. mars.

Við minnum á samræmd próf í 9. og 10. bekk sem fara fram 8. og 10 mars.

Öskudagsball

Á morgun miðvikudaginn 1. mars verður hið árlega öskudagsball foreldrafélags Grunnskólans og íþróttafélagsins Stefni. Ballið verður haldið í félagsheimilinu og byrjar klukkan 17:00. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni og tunnukóngur kringdur. Aðgangur er 300 krónur. Nú er bara að skella sér í búning og skemmta sér með börnunum á öskuballi.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Stjórn foreldrafélagsins og Íþróttafélagið Stefnir.

Ný húsgögn hjá yngri hóp

1 af 4

Um jólin létum við bólstra stóla sem voru orðnir frekar lúnir og í vikunni fengum við svo ný borð í hús fyrir yngri nemendur. Nemendur í eldri hóp stóðu sig frábærlega í að setja saman borðin fyrir yngri nemendur og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina. Nú eru allir nemendur komin með nýja stóla eða borð og aðstæður til náms orðnar mun betri í skólanum.

Upplestrarkeppnin

Í gær fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar, haldin á Þingeyri. Nemendur úr 7. bekk hjá okkur tóku þátt og stóðu sig með prýði. Við þökkum fyrir flotta keppni og óskum þeim sem fara áfram fyrir hönd litlu skólanna til hamingju og velfarnaðar í keppninni.

Foreldrakönnun Skólapúlsins komin á skrið

Við minnum á foreldrakönnun Skólapúlsins sem er í fullu gangi núna. Foreldrar hafa fengið sendan hlekk og lykilorð til að taka þátt í könnuninni. Það er skólanum mjög mikilvægt að heyra frá foreldrum hvað gengur vel og hvað má betur fara í skólastarfinu. Því biðjum við foreldra að bregðast við og svara könnuninni.

Nánar má lesa um könnunina í frétt sem birt var 18. janúar hér.

Nú skal haldið þorrablót

Nú er komið að því, þorrablót foreldrafélags grunnskólans verður haldið í kvöld. Húsið opnar klukkan 18:30 og borðahald hefst klukkan 19:00. Miðaverð er 700 krónur.

Fyrri þá sem hafa ekki skráð sig en vilja skella sér þá eru enn nokkur sæti laus.

Nú er um að gera að taka með sér góða skapið og skemmta sér með börnum okkar og búa til skemmtilegar minningar.

                 Hlökkum til að sjá ykkur.   Stjórnin.