VALMYND ×

Fréttir

Slökun

1 af 3

Nemendur á mið og eldra stigi fengu slökunar tíma í þessari og síðustu viku. Við fórum yfir öndun og kosti þess að velta sér ekki upp úr vandamálum heldur sleppa taki á þeim og ímynda sér góðan stað án þeirra. Það er vissulega ekki á hverjum degi þar sem það er í lagi að sofna í tíma. En það varð auðvitað raunin eftir góða slökun. Við hvetjum foreldra til að taka góða slökun með nemendum.

Foreldrafélag

Kæru foreldrara.

Fundur í foreldrafélaginu verður mánudaginn 21. nóvember klukkan 18:00 hér í Grunnskólanum. Foreldrafélagið hefur verið stór hluti af skólastarfinu. Allir foreldrar hvattir til þess að mæta og taka þát í skemmtilegu starfi fyrir börnin okkar.

 

 

 

Vetrarveður

Við minnum foreldra á að fylgja yngri börnum, þar sem mjög vindasamt er við norður enda skólans. Gera má ráð fyrir áframhaldandi stormi í dag og því er æskilegt að foreldrar sæki, sér í lagi yngri nemendur í skólann að honum loknum.

Áætlun vegna röskunar á skólastarfi vegna veðurs má finna hér.

Ef truflanir eru á rafmagni og símkerfi skólans fer niður, þá er hægt að hringja í gsm síma skólans 864-1390.

 

Upptökur frá foreldradegi heimilis og skóla

 

Síðastliðinn miðvikudag var foreldradagur heimilis og skóla haldinn. Þá var haldið málþing um kvíða meðal barna og ungmenna. Þessir fyrirlestrar voru teknir upp og eru komnir á netið.

 

Fyrirlestrarnir eru þrír:

Kvíði barna og ungmenna: Tengsl við svefn og samfélagsmiðla

Sálfræðiþjónusta í grunn- og framhaldsskólum

Það er engin heilsa án geðheilsu: Geðrækt í skólum

 

Við hvetjum þá sem hafa áhuga til að kíkja á þetta. Hver fyrirlestur er ekki nema 17 - 20 mínútur og því tilvalið að hreiðra um sig í óveðrinu og horfa á.

Handbók um velferð og öryggi barna

 

Ný velferðar og öryggishandbók er komin út fyrir Ísafjarðarbæ. Hvetjum við foreldra til að kynna sér handbókina sem finna má hér. Skólinn hefur komið einhverjum ábendingum á framfæri um þætti sem þarf að laga til að standast kröfur um öryggi.

Ábendingar foreldra og áhugasamra eru vel þegnar á netfang skólans.

Keywe kynning

Í gær fengu starfsmenn og nemendur kynningu á Keywe hugbúnaðinum frá Ólafi Stefánssyni. Keywe er forrit sem gerir kennurum og nemendum kleift að vinna skólaverkefni á tölvum og spjaldtölvum á skemmtilegan og skapandi hátt. Nemendur geta notað keywe til að halda utan um nám sitt, hugmyndir og markmið. Kennarar geta síðan notað það til að hafa yfirsýn yfir þau verkefni sem eru unnin.

Hugmyndakassi- matseðill- lýðræði!

Um daginn settum við (matráður og kennarar) upp hugmyndakassa í matsalnum og krakkarnir máttu skrifa á miða hugmyndir af mat sem ég (matráður) ætti að elda handa þeim. Margar góðar hugmyndir komu upp úr kassanum en vinsælast var þó HAKK OG SPAGETTÍ, þar á eftir kom LASAGNE og í því þriðja var það gamla góða PIZZAN. Kassinn er komin aftur upp og megið þið krakkar endilega halda áfram að skrifa á miða og setja í hann. Mega vera margar hugmyndir á einum miða. Frumlegar, skrýtnar, fyndnar, allskonar hugmyndir eru vel þegnar EN einungis ein hugmynd af sama mat frá einu barni. Inni í fréttinni má sjá listann allann.


Meira

Starfsdagur og vetrarfrí


Á morgun 10. nóvember er starfsdagur starfsmanna og á föstudag 11. nóvember er vetrarfrísdagur skólans. Hafið það sem allra best í fríinu og sjáumst hress kl 08:00 á mánudaginn.

Spilakvöld

Í dag ætlar Nemendaráðið að halda spilakvöld. 1-4. bekkur verða frá 18:00-20:00 og 5-10. bekkur verða frá 20:00-22:00. Aðgangseyri er 300kr. Munið eftir góða skapinu. Vonum að sjá sem flesta :) 

Kveðja Nemendaráðið 

Ný húsgögn

1 af 3

Í dag aðstoðuðu eldri nemendur við að setja saman nýja stóla fyrir mið hópinn okkar. Í fyrra fengum við stóla fyrir eldri nemendur og næst á dagskrá að skoða vinnuaðstöðu yngri nemenda. Það er mikilvægt að hver nemandi geti stillt borð eða stól þannig að vinnuaðstaða hans sé góð. Eldri nemendur stóðu sig með prýði og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina.