VALMYND ×

Fréttir

Lestrarsprettur

Nú er að hefjast lestrarátak hjá okkur í 1. - 3. bekk en það byrjar í dag og lýkur 24. febrúar.  Markmiðið er að nemendur lesi að lágmarki í 30 mínútur á dag. Reiknað er með því að nemendur lesi 15 mínútur í skólanum og að lágmarki 15 mínútur heima. Nemendur stefna að því að lesa um 9000 mínútur á þessu tímabili. Ef það næst munum við gera okkur glaðan dag en þau eru búin að velja hvað verður gert.

Foreldrafélag

Nú viljum við reyna aftur og boðum foreldra til fundar í foreldrafélaginu. Fundur á morgun fimmtudaginn 26. janúar klukkan 17:30 í grunnskólanum. Vonandi að sem flestir sjái sér fært á að mæta. 

Matseðill fyrir vikuna 23-27 janúar

Matseðillinn fyrir þessa vikuna hljóðar svo

 

Mánudagur Grjónagrautur, slátur,sviðasulta, heimabakað gróft kornabrauð. Vatn og mjólk að drekka. 

 

Þriðjudagur Gufusoðinn fiskur með osti og kryddi,ferskt salat og steiktir kartöflubátar. Vatn og mjólk að drekka.

 

Miðvikudagur Hakk og spagettí! Vatn og mjólk að drekka.

 

Fimmtudagur Kjöt í karrý, hrísgrjón, ferskt salat. Vatn og mjólk að drekka.

 

Föstudagur Soðinn fiskur, soðið grænmeti, soðnar kartöflur. Vatn og mjólk að drekka.

 

Verði ykkur að góðu.

 

Kveðja Petra *le chef*  

 

Golf

1 af 2

Í íþróttum í dag fengu nemendur stutta golfkynningu og þau fengu svo að æfa grip og slá bolta. Ekki voru allir sammála um að þetta væri íþrótt, en það var mikið hlegið og boltarnir ýmist svifu, rúlluðu eða færðust ekki neitt. Þau fá svo tækifæri til að prófa golf aftur seinna á önninni.

Foreldrakönnun skólapúlsins

Kæru foreldrar og forráðamenn, í febrúar fer fram könnun skólapúlsins hjá foreldrum um líðan, álit og athugasemdir foreldra til skólans. Við metum það mikils ef þið eruð tilbúin að gefa ykkur smá stund til að svara þessu fyrir okkur. Við lítum svo á þetta sem mikilvægt tæki til að betrumbæta skólastarfið. Allar ábendingar, góðar sem slæmar, eru vel þegnar.

Við viljum vekja athygli ykkar á því að það er hægt að svara könnuninni á pólsku og ensku auk íslensku.

 

Við þökkum fyrir og vonumst eftir þátttöku þinni. Nánari upplýsingar má nálgast hér á íslensku.

We thank you and hope for your participation. You can read more about the survey here in english.

Dziękujemy i mamy nadzieje na wzięcie udziału. Więcej informacji o ankiecie po polsku tutaj.

Námsmat

Mynd: Alexander Pálmi Oddsson
Mynd: Alexander Pálmi Oddsson

Í dag fá nemendur með sér heim námsmat og á morgun og miðvikudag eru foreldraviðtöl. Auk venjulegs námsmats eru nemendur metnir út frá lykilhæfni líkt og í fyrra. Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ræða námsmatið við börn sín og ákveða hvort og þá hvað eigi að bæta á komandi önn.

Niðurstöður Pisa

Nemendur í grunnskólum Ísafjarðarbæjar voru yfir landsmeðaltali í öllum greinum PISA-könnunarinnar 2015 og yfir OECD-meðaltali í tveimur flokkum af þremur. Sé litið til einstakra sveitarfélaga þar sem niðurstöður hafa verið birtar er Ísafjarðarbær með besta árangur allra í náttúruvísindum og einungis Garðabær betri í stærðfræði og lesskilningi. PISA-rannsóknin er alþjóðleg rannsókn sem framkvæmd er á þriggja ára fresti og metur breytingar á frammistöðu nemenda og stöðu þeirra við lok skyldunáms. Menntamálastofnun birti niðurstöður 8 stærstu sveitarfélaga landsins og var strax kallað eftir upplýsingum um árangur hjá grunnskólum Ísafjarðarbæjar sem hafa nú borist.

Í náttúrufræði voru nemendur í Ísafjarðarbæ með 503 stig, eða heilum 30 stigum yfir landsmeðaltali og 10 stigum yfir OECD-meðaltali. Í stærðfræði skoraði Ísafjarðarbær 507 stig (19 stigum yfir landsmeðaltali og 17 yfir OECD) og 489 í lesskilningi (7 stigum yfir landsmeðaltali, 4 stigum undir OECD).

 


Meira

Próf vika

Mynd: Alexander Pálmi Oddsson
Mynd: Alexander Pálmi Oddsson

Við minnum á að í þessari viku fara nemendur á mið og eldra stigi í próf. Mið hópur tóku próf í skrift, ritun og eldri hópur í náttúrufræði í dag.

 

Mið hópur

Þriðjudagur: Íslenska og samfélagsfræði

Miðvikudagur: Náttúrufræði (og enska í 6. bekk)

Fimmtudagur: Stærðfræði

 

Eldri hópur

Þriðjudagur: Samfélagsfræði

Miðvikudagur: Íslenska

Fimmtudagur: Enska og danska

Föstudagur: Stærðfræði

Matseðill 9-13 janúar 2017

  

 

Mánudagur: Aspassúpa og heimabakað brauð með osti, gúrku, tómat.

 

Þriðjudagur: Kókos-karrý fiskréttur, hrísgrjón og ferskt grænmeti.

 

Miðvikudagur: Tortilla með hakki og grænmeti.

 

Fimmtudagur: soðinn fiskur, kartöflur og soðið grænmeti

 

Föstudagur: skyr, brauð og ávextir

 

 

Skóli og mjólk

https://pixabay.com/en/users/ulleo-1834854/
https://pixabay.com/en/users/ulleo-1834854/

Gleðilegt ár öllsömul. Kennsla byrjar á morgun kl 08:00.

Þeir sem eru í mjólkurákrift fá afgreidda mjólk frá og með miðvikudegi. Við minnum þá sem eiga eftir að greiða fyrir haustönn að gera það hið snarasta: 2200 fyrir 4 daga og 2750 fyrir 5 daga.

Þeim sem greiddu fyrir haustönn og óska þess að vera áfram í mjólk, bendum við á að greiða fyrir vorönn sem fyrst: 2800 fyrir 4 daga og 3500 fyrir 5 daga.


Meira