VALMYND ×

Fréttir

Gestakennari frá Ungverjalandi

Í haust kom til okkar gestakennarinn Gergely Nádori frá Ungverjalandi. Ég kynntist Gergely þegar ég var Scientix sendiherra á íslandi. Hann sýndi því áhuga að koma til Íslands og Suðureyrar og vera hér og kynnast því hvernig við störfuðum og einnig sýna okkur eitt og annað hefðum við áhuga á því. Úr varð að Gergely kom hingað í september og var hjá okkur í þrjár vikur.
Gergely er virtur kennari í Ungverjalandi. Hefur hann hlotið ýmis verðlaun og hefur verið leiðandi í forritunar- og náttúrufræðikennslu þar. Nemendur hans hafa t.d. unnið First Lego League keppnina.


Meira

Fundur hjá kennurum, leikur hjá nemendum

Við fengum forustu Félags Grunnskólakennara í heimsókn í gær á stuttan fund með kennurum og á meðan sáu skólastjóri og starfsmenn um nemendur. Eldri nemendur tóku að sér að aðstoða þá yngri við leik inn í sal, áhorf, í spilum og í tölvuverinu með miklum sóma. Við áttum því góða samverustund á áhugasviði hvers og eins. Ég vil þakka eldri nemendum sérstaklega fyrir áhuga og aðstoð.

Matseðill 31 okt-4 nóv

Matseðill fyrir vikuna 31 október til 4 nóvember 2016

 

Mánudagur- grænmetisbuff, kartöflumús, grænmeti og sósa (tómatsósa td)

 

Þriðjudagur- Ofnbakaður fiskur, kartöflur, salat

 

Miðvikudagur- Hakk, spagetti og salat

 

Fimmtudagur- Kjúklingalifur í brúnni sósu, kartöflur og salat

 

Föstudagur- skyr og brauð

 

Verði ykkur að góðu

Kveðja Petra

 

Kvenmyndlistarmaður í heimsókn

Í tilefni af Degi myndlistar kom hún Ólöf Dómhildur myndlistarmaður í heimsókn til okkar í dag og fræddi elsta stigið um starf sitt í myndlistinni. Þetta var einstaklega áhugaverð kynning og gaman að heyra hverning henni tekst að lifa og starfa í listinni hér í okkar fallega umhverfi.

Ólöf hefur komið víða við í myndlistinni og hvetjum við aðra til að kynna sér hennar listsköpun.

Matseðill 24-28 okt 2016

Matseðill fyrir vikuna 24-28 október 2016

 

Mánudagur 24 okt- grjónagrautur, slátur, brauð með smurosti (skinku eða sveppasmurostur)

Þriðjudagur 25 okt- Fiskisúpa og snittubrauð

Miðvikudagur 26 okt- Súrsætt svínakjöt, hrísgrjón og salat

Fimmtudagur 27 okt- Kjúklingapottréttur, ostabrauð og salat

Föstudagur 28 okt- Fiskur í raspi, kartöflur, rifið grænmeti (gulrætur og rófur)

 

Verði ykkur að góðu :)

 

 Kveðja,

Petra matráður

Íþróttahátíð

1 af 2

Stóra íþróttahátíðin fer fram í dag í Bolungarvík. Nemendur okkar í eldri hóp hitta þar fyrir samaldra sína frá Flateyri, Hólmavík, Ísafirði, Súðavík, Þingeyri og auðvitað Bolungarvík. Allir fengu að velja þær íþróttagreinar sem þeir vildu taka þátt í og síðan var valið af handarhófi í hópa og nemendur því í blönduðum hópum. Okkar nemendur skráðu sig í allskonar viðburði. M.a. fótbolta, körfubolta, skotbolta og í spurningakeppni. Hátíðin var sett kl 10:00 í morgun og stendur yfir til 18:40 í kvöld. Að hátíð lokinni er síðan ball til 22:30.

Græddur er geymdur eyrir

Í dag kom bankamaðurinn Hrafn Snorrason í skólann á vegum Fjármálavits og fræddi elstu nemendurna um fjármál og peninga. Hópnum var skipt upp í fjóra smærri hópa þar sem hver einn vann sitt verkefni. Það var fólgið í því að gera sér upp persónu og að áætla hvað hún kostaði með öllu því sem henni fylgir s.s. fatnaði, tómstundum o.s.frv. Dýrasta persónan fór yfir tvær milljónir og sú ódýrasta reyndist vera um fimm hundruð þúsund krónur.

Af þessu gátu krakkarnir lært að það veltur á eigin eyðslu hvernig manni reyðir af í ólgusjó fjármálaheimsins.

Athyglisvert var hve nemendurnir höfðu sterka vitund fyrir peningum svo segja má að hin gömlu súgfirsku gildi vinnusemi og sparnaður séu enn við lýði í firðinum fagra.

Hrekkjavökuball

Á fimmtudaginn var haldið hrekkjavökuball í skólanum. Eldri nemendur sáu um skipulagningu og undirbúning og stýrðu ballinu við mikla lukku þeirra yngri. Þegar yngri nemendur voru farnir heim voru síðan sagðar ógurlegar draugasögur. Svo hræðilegar að sumir hafa ekkert sofið síðan.

Starfsdagur

Á morgun föstudag er starfsdagur hjá grunnskólanum og leikskólanum. Starfsfólk ætlar að vinna að námskrá og í því að setja viðmið fyrir námsmat. Það eru einnig nokkur námskeið í boði og ætla einhverjir að nýta sér það. Við sjáumst öll svo bara hress á mánudagsmorgun.

Litla íþróttahátíðin

Á föstudaginn var litla íþróttahátíðin haldin á Þingeyri. Nemendur í 1. - 7. bekk frá Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri fjölmenntu og skemmtu sér konunglega. Nemendum var skipt í blandaða hópa á 9 stöðvar í m.a. bandý, skotbolta, boðhlaup og þrautalausnir.
Markmið hátíðarinnar er gefa nemendum færi á að kynnast milli skóla og hreyfa sig. Áður en haldið var heim fengu svo allir flatböku í hádegismat. Við þökkum Þingeyringum kærlega fyrir vel heppnaða og skemmtilega hátíð og hlökkum til að kíkja til Flateyrar á næsta ári.