VALMYND ×

Fréttir

Bætt nethegðun

1 af 3

Bætt nethegðun

Lalli Töframaður heimsótti 5. - 10. bekk í dag og fræddi þau um bætta nethegðun. 

Verkefnið SmartBus, unnið af Insight og Huawei í samstarfi við Heimili og Skóla og SAFT, hefur verið í gangi frá árinu 2020. Verkefnið hefur það að markmiði að vekja nemendur til umhugsunar um hegðun sína og líðan á netinu.  Með upplýsingum, myndum og spurningum eru þátttakendur látnir velta fyrir sér tækifærum og áhættu sem þeir upplifa í stafrænu umhverfi og hvernig þeir eiga samskipti við aðra í þessu rými.

Könnun SmartBus skilar okkur mjög góðum upplýsingum um hegðun barna 11 til 15 ára á netinu. Síðan árið 2020 hafa rúmlega 2000 nemendur svarað könnuninni, og niðurstöður verið greindar í tveimur skýrslum. Könnunin hjálpar SAFT, Heimili og Skóla, og öðrum hagsmunaraðilum að skilja stöðu barna á Íslandi hvað varðar áhættsama hegðun á samfélagsmiðlum, kunnáttu barna um netöryggi og um réttindi annarra, miðað við börn á öðrum Norðurlöndum. SmartBus er framkvæmt í Finnlandi, Svíþjóð (árið 2023), Hollandi og Belgíu.

Matseðill 13. - 17. mars

Mánudagur: Bjúgu, jafningur og kartöflur

 

Þriðjudagur:Fiskur, grjón og salat

 

Miðvikudagur: Svikinn héri, kartöflumús og salat

 

Fimmtudagur: Grænmetissúpa og brauð

 

Föstudagur: Soðinn fiskur og grænmeti.

Upplestrarkeppnin

 

Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar var haldinn í dag í Grunnskólanum á Þingeyri. Nemendur í 7.bekk frá Suðureyri, Flateyri og Þingeyri öttu kappi með upplestri úr sögu og ljóðum. Tveir lesarar og einn varamaður voru valin af dómnefnd til að taka þátt í Stóru Upplestrarkeppninni sem verður haldin í Bolungarvík 16. mars nk. Tveir nemendur frá Grunnskólanum á Suðureyri komust áfram. Jósef Ægir var valinn sem lesari og Dawid Robert sem varamaður.

Matseðill 6. - 10. mars

Mánudagur: Lasagna, kartöflur, salat 

Þriðjudagur:  Soðinn fiskur, kartöflur, grænmeti 

Miðvikudagur: Kjötbollur, kartöflumús, salat og sósa 

Fimmtudagur: Makkarónugrautur, brauð  

Föstudagur: Plokkfiskur, rúgbrauð og salat

Matseðill 27.02-03.03

Mánudagur: Grjónagrautur og brauð

Þriðjudagur: Soðinn fiskur, kartöflur og salat

Miðvikudagur: Píta

Fimmtudagur: Snitsel, kartöflur og salat

Föstudagur: Steiktur fiskur, sósa, salat og kartöflur.

Matseðill 15. - 22. febrúar

 

Miðvikudagur: Lambagúllas, kartöflumús og salat.

 

Fimmtudagur: Gulrótar-og kókos súpa og brauð

 

Föstudagur: Gratin fiskur, salat og kartöflur

 

Mánudagur: Fiskibollur og kartöflur, grænmeti

 

Þriðjudagur: Saltkjöt og baunir, túkall

 

Miðvikudagur: Kjúklingaréttur, salat og grjón.

 

Fimmtudagur: Vetrarfrí

 

Föstudagur: Vetrarfrí.

Matseðill 06.02 - 10.02

Mánudagur: Kjúklingabollur, kartöflur, salat

Þriðjudagur: Karrýfiskur, hrísgrjón, salat

Miðvikudagur: Hakk og spaghetti, salat

Fimmtudagur: Mexikósk kjúklingasúpa, brauð

Föstudagur: Fiskibollur, kartöflur, salat

Skákdagur Íslands

1 af 4

Í dag er Skákdagur Íslands haldinn hátíðlegur. Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák afmæli og í ár er hann 88 ára gamall. Hann er í fullu fjöri og virkur þátttakandi í skáklífi landsins.

Í tilefni dagsins var skák kynnt fyrir öllum nemendum skólans og nemendur tefldu. 

Matseðill 30. janúar-3. febrúar

Matseðill vikuna 30. janúar til 3. febrúar.

 

Mánudagur: Skyr og brauð

 

Þriðjudagur: Soðinn fiskur, kartöflur, salat og rúgbrauð

 

miðvikudagur: Svikinn héri, kartöflumús og salat

 

Fimmtudagur: Slátur, kartöflumús og grænmeti.

 

Föstudagur: Plokkfiskur, grænmeti og salat.